Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 Bleiknökkvi (Lepiclopleurus arcticus). Skerjafjörður SV., fjaran, 2 eintök 1960; lengd 11 inm. (Páll Einarsson). Hér við land finnur Guðmundur Bárðarson tegund þessa í fjör- unni við Stykkishólm V. (sjá Sælindýr við ísland í skýrslu Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags Rvk, 1919). En í ritinu: The Zoology of Iceland, Amphineura, er ákvörðun Guðmundar vefengd. Þó telur Jörgen Knudsen, sem skrifar um nökkvana, miklar líkur fyrir því, að bleiknökkvinn geti lifað í íslenzkum sjó, enda þótt hann hafi eingöngu fundizt við Norður-Noreg og Vestur-Grænland. Höfund- ur nökkvaritsins telur sig ekki hafa fundið umræddan nökkva í safni því, sem hann hafi haft með höndum, og á því byggir hann efasemdir sínar. Nú hefur tegundin fundizt við Faxaflóa, og tel ég því ástæðulaust að vera að rengja fund Guðmundar á Stykkis- hólmsfjöru. Bleiknökkvinn er stuttur og breiður, ekki ósvipaður breiðnökkva (Lepidopleurus asellus), sem er algengur í Faxaflóa. Hann er okk- urgulur að lit, mjög flatur, með ávölum mæni og ógreinilegum þakhyrnum (area). Yfirborð skeljanna er slétt, aðeins lítilsháttar komótt. Gagnstætt því eru skeljar breiðnökkvans þétt smákorn- óttar og með greinilegum þakhyrnum. Rákanökkvi (Lepidochiton exarata G. O. Sars). í júní 1957 færði Jakob Magnússon, fiskifræðingur, mér þessa nökkvategund, sem er ný hér við land; hafði komið lifandi upp af 470 m dýpi í suðvestur frá Reykjanesskaga. Nánar liltekið var fundarstaðurinn á 63° 06' n. br. 23° 42' v. 1. Norski dýrafræðingurinn G. O. Sars finnur fyrst- ur manna tegund þessa við Bodö í Noregi á 200— 400 m dýpi, lýsir henni og gefur henni vísinda- lieitið: Lophyrus exaratus. Síðar fann hann hana við Florö á svipuðu dýpi. Aðrir fundarstaðir ráka- nökkvans eru við austurströnd Norður-Ameríku: undir Flórídaskaga á 540 m dýpi og í nánd við Nova Scotia á 200—350 m dýpi. Tegundin virðist því lifa í fremur djúpu vatni samkvæmt þeirri tak- mörkuðu þekkingu, sem um hana er fengin. 3. mynd. Ráka- nökkvi, sýndur ofan frá. (G. O. Sars).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.