Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 6
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN leið og það varð jökullaust. Jökull þrýstir landi meir niður til dala en til nesja, svo sem sjá má af því, að liæstu sjávarminjar við Reykjavík eru í aðeins 43 m hæð, í Ölfusi í 55—60 m hæð og í Holturn, Hreppum og á Landi í 110 m hæð. Sævarmörk þessi munu öll vera jafngömul. Jökulgarðar Búðastigsins mynduðust um 1 íkt leyti og sjávarstaðan var hvað hæst, svo sem sjá má af því, að jökulgarðurinn við fossinn Búða í Þjórsá er gerður úr leir með sædýraleifum og skolaður út af sjó upp í a. m. k. 100 m hæð. Sam- kvæmt frjógreiningum, sem gerðar hafa verið í íslenzkum mómýr- um á undanförnum árum, munu vera um 14000 ár, síðan sjór var við hæstu fjörumörk, og álíka langt, síðan jökullinn stóð við Búðaröðina. Að kuldakasti þessu loknu hörfaði jökullinn frá Búðaröðinni. Fyrir 11—12000 árum, á því hlýviðrisskeiði síðjökultímans, sem kennt er við staðinn Alleröd á Sjálandi, munu jöklar Islands hafa verið orðnir minni en þeir eru í dag. En vegna loftslagsbreytingar til hins verra fyrir 11000 árum skriðu jöklar víða um heim enn fram. Hér á landi finnast jökulgarðar, sem að öllum líkindum eru frá þessum tíma, m. a. framan við Svínafellsjökul í Öræfum (Stóralda) og norðan Brúarjökuls, milli Kringilsár og Sauðár. Þeg- ar jökull Skandinavíu hörfaði frá jökulgörðum þeim í Suður- Finnlandi, sem Salpausselká nefnast, en síðan eru samkvæmt norræna hvarflagatímatalinu liðin 10150 ár, telja jarðfræðingar jökultímanum lokið og nútíma hefjast. Jökulgarðar þessir finnast ekki eingöngu í Suður-Finnlandi, heldur má rekja þá um þvera Mið-Svíþjóð til Suður-Noregs. Jökulgarðar Búðastigsins hafa oft verið taldir líkir áðurnefndum röðum á Norðurlöndum að aldri, en mér þykir sennilegra, að jafna Stóröldustiginu við þá, enda benda frjórannsóknir í mómýrum og ýmsar jarðfræðilegar stað- reyndir aðrar til þess, að svo muni vera. Búðaröðin mun vera álíka gömul og jökulgarðar, sem ýttust upp fyrir 14000 árum suður á Skáni. Loftslag á Islandi var tiltölulega hlýrra á síðustu ísöld og þó einkum undir lok hennar en um norðanvert meginland Evrópu. Helzta skýringin á því er sú, að landskipan Evrópu var öll önnur en í dag þar til fyrir 7000 árum. Þangað til voru Bretlandseyjar tengdar meginlandinu, en þá brauzt sjór gegnum Ermarsund og flæddi yfir lendur þær, þar sem nú er Norðursjór. Golfstraumur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.