Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 33
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 181 4. mynd. Töflunefur. n. Séður neðan frá. b. Séður ofan frá, 3 samfestingar. (Úr: Hvad finder jeg pá stranden). an út til næstu stranda meginlandsins. Frá Hollandi fluttist hann til Danmerkur árið 1934, og er nú mjög útbreiddur við vestur- strönd Jótlands. Þykir hann hinn versti vágestur bæði þar og ann- ars staðar; liann festir sig sem sé á ostru- og kræklingsskeljum og blátt áfram kæfir dýrin með því að hrúgast hver ofan á annan. En hvernig hefur töflunefurinn komizt til íslands? Mín tilgáta er, að hann hafi borizt á ostruskel, sem kastað hefur verið fyrir borð af einhverju skipi í Faxaflóa (en ostran er matskel, eins og margir vita). Sem stendur tel ég ekki rétt að veita tegund þessari íslenzkan borgararétt, enda vafasamt, hvort hún getur lifað og tímgast í ís- lenzkum sjó. Sævarlubbi (Torellia vestita). Kuðungur þessi, sem telst til kataættarinnar (Trichotropidae), fannst á s. 1. ári á 2 stöðum, eitt eintak í hvorum stað: við Vest- mannaeyjar og við Papey Au., á síðarnefndum stað tekið úr ýsugörnum, það eintak var fullvaxta: 11,5 mm á hæð og 9 mm á breidd og var hýðið alveg hár- laust, útlit skeljarinnar benti til þess, að tegundin liafi verið lifandi, áður en hún varð ýsunni að bráð. Aftur á móti var eintakið frá Vestmannaeyjum nokknr yngra og með alhærðu liýði og er það útlit í fullu 5. mynd. Sævarlubbi. (G. O. Sars).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.