Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
167
7. mynd. Malarkampar myndaðir við hæstu sjávarstöðu á síðjökultíma á Hjalla-
fjalli norðan Þóroddsstaða. Efsti kampurinn er 55 m.y.s. Lengra í burtu sjávar-
bjarg rnyndað á sama tíma framan í Hjallafjalli. í baksýn er Hraunsheiði (Leita-
hraun). — Brandungswalle und Steilstufe des spiitglazialen Meereshöchststandes
55 m ii. MAr auf Hjallafjall. — Ljósm. Þ. E.
að hraunið, sem vall upp úr henni og gegnum hana, hefur rifið
með sér eystri gígvegginn. Nokkru norðan Eldborgar er önnur
eldborg, um 10 m há. Milli eldborganna er greinileg hrauntröð.
Eldborgir þessar mega heita einu gígarnir á allri gossprungunni,
sem því nafni geta kallazt. Annars staðar gætir mest gjallhrúgalda
og óreglulegra rima. Þó eru tvær litlar eldborgir, 5 m að hæð,
sunnan Stóra-Skarðsmýrarfjalls. Fell þau, sem sprungan gengur í
gegnum norðan þjóðvegarins, eru úr móbergi, en að mestu hulin
gjalli.
Hraunið, sem upp kom í Eldborg undir Meitlum, og eins það,
sem fékk framrás úr hrauntjörninni í Hellum, breiddist út á heið-
inni sunnan Litla-Meitils og Sanddala. Er það úfið apalhraun og