Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 31
NÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN
171
suðvestur £rá Snæfellsnesi. Þetta djúp er annaðhvort eldra en Snæ-
fellsnesið, sem vart kemur til greina, eða það er myndað með broti,
sem og kæmi heim við stefnuna og miklar mishæðir í því. Svipað
mætti segja um Kolluál.
Loks komum við aftur að Selvogsgrunni eða almennt svæðinu
frá Vestmannaeyjum að Reykjanesi. Með hliðsjón af því, sem sagt
var um aldursafstöðu álanna fyrir norðan til grágrýtisins á Skaga
og Sléttu má ætla, að grágrýti Suðvesturlands nái hér út á grunnið.
Grágrýtið mun liggja um sunnanverðan Faxaflóa og út fyrir Garð-
skaga. Á Reykjanesfjallgarði er þaklag af grágrýti. Þessi fjallgarður
er til orðinn við lyftingu upp úr eldri sigdæld og í henni mynd-
uðust grágrýtishraunin, sem þekja fjöllin (sbr. T. E. 1962). Við
Geitahlíð er brotsár og grágrýtið fellur niður á láglendi á Krísu-
víkursvæðinu. Þverskurður af þessum hraunum sést í Krísuvíkur-
bjargi. Hér verður að reikna með framhaldi til suðurs og austurs
og þá væntanlega í yfirborði spildu, sem lægi enn lægra. Á þennan
hátt fást sterkar líkur fyrir því að grágrýtið nái langt út á grunnið,
annaðhvort í yfirborði þess eða undir þunnu setlagi.
Nú er á það að líta, að áður en ris fjallgarðsins varð, var á þessu
svæði sigdæld og út í hana barst mikið efni. Hér hefur þá væntan-
lega komið fram rnikið af afrennsli Suðurlandsundirlendisins og
lega Grindavíkurdjúps kemur ágætlega heim við það, að það væri
grafið á þessum tíma, en ella er rnjög erfitt að skýra jtað nema sem
beina afleiðingu af broti.
Þetta gæti jafnframt skýrt vöntun ála fram af Þjórsá og Olfusá.
Út frá þessum hugleiðingum kernst rnaður á þá skoðun, að ál-
arnir muni vera eldri en myndun Reykjanesfjallgarðsins, en yngri
en grágrýtið. Þetta kernur heim við þær bendingar, sem fengust á
Norðurlandi, að álarnir séu yngri en síðustu segulumskipti, en þau
urðu á miðjum eða öndverðum jökultímanum.
Grágrýtið rann á hlýviðrisskeiði rnilli ísalda, þegar lítið vatn var
bundið í jöklum. Eigi að síður ætti það eftir áður sögðu að hafa
breiðzt út yfir sléttu, sem nú liggur sem landgrunn á 100—200 m
dýpi. í |)ví fælist, að binding sjávar í jöklum væri ekki skýring á
dýptarlegu landgrunnsins, heldur yrði sig grunnsvæðisins eins og
áður var að vikið óhjákvæmileg ályktun eða þá allsherjar ris sjávar
af öðrum völdum en jöklabreytingum.
Af því sem nú hefur verið sagt verður ljóst, að myndun núver-