Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Línakur á tilraunastöð Atvinnudeildar Háskólans að Varmá, Mosfellsdal 1954. Ljósm. Sturla Friðriksson. lensulaga blöðum. Krónublöðin eru hvít, fimmdeild í gisnum kvíslskúf, og bikarblöðin græn að lit og skarp- ydd.2 Þegar ég hóf störf við Búnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans var eitt af áhugamálum mínum að vita hvort hér á landi mætti rækta lín til gagns. Sáði ég þá fyrst árið 1954 til líns í tilraunareiti á rann- sóknastöðinni að Varmá í Mosfells- sveit (2. mynd). Sú tilraun bar mjög góðan árangur. Fékkst árlega vel sprottið lín þar úr akri. Eg bar mig að eins og góður línræktarmaður, sáði fræi í frjósaman jarðveg snemma vors og fékk nær meters- háan vöxt á plönturnar. Lét ég kippa þeim upp með rótum að hausti, þurrkaði síðan stöngina og feygði í volgu keri. Lín þetta gaf síð- an ágætan þráð sem reyndist prýði- legur til vefnaðar. Brá ég mér síðan til Svíþjóðar og skoðaði verksmiðju þar sem unnið var úr línuppskeru bænda í byggðarlagi á Skáni. Upp- skeran þurfti að vera mikil til að standa undir rekstri slíks stórfyrir- tækis. Mér tókst ekki að vekja áhuga fyrir víðtækri línræktun hér á landi, en öll ræktunin bar góðan ár- angur og aðstæður virtust ágætar til línframleiðslu. Hinar jákvæðu niðurstöður úr ræktuninni vöktu áhuga minn á að athuga heimildir um línræktun á fyrri öldum hér á landi. Leitaði ég að skráðum vitnisburðum og skoð- aði nokkur svæði þar sem helst virt- ist líklegt að línakur hefði staðið. Mér var auk þess ljóst að af forn- minjum og fundi línfrjókorna í jarð- vegi mætti einnig ráða hvort lín- ræktun hafi verið stunduð hér til forna. Svo vildi til að Þorleifur Ein- arsson jarðfræðingur hafði þá fund- ið línfrjó í jarðvegi í Skálholti.3 Var frjókornið rétt undir öskudreif frá Heklugosinu 1104. Má telja þann fund nokkuð góða sönnun þess að lín hafi verið ræktað á biskupssetr- inu á síðari hluta 11. aldar. Nokkur örnefni hér á landi eru tengd líni og línræktun. Þau eru gömul, því þeirra er getið í fornum heimildum. Til er Línakradalur í Húnavatnssýslu og hans er getið í Landnámu4 og Bandamannasögu5, Línakradalur er á bænum Sólheim- um í Vestur-Skaftafellssýslu, Línak- ur er í landi Bergþórshvols og Lín- eyjar eru tvær á Breiðafirði, auk Brokeyjar. Kannaði ég sérstaklega línakurinn á Bergþórshvoli og gerði grein fyrir þeirri rannsókn í tveimur greinum sem ég ritaði.6'7 A þessum árum tók ég einnig saman ýmsar heimildir og skráði fróðleik um lín. Hafa þessi gögn legið hjá mér og kem ég þeim nú fyrst á framfæri. Fyrri heimildir Mjög sennilegt má telja að línjurtin hafi verið ein þeirra nytjajurta sem fornmenn leituðust við að rækta á íslandi og benda fyrrgreind örnefni í landinu til þess. Einnig hefur reynsla seinni tíma tilrauna með lín- rækt sýnt að hún sé vel framkvæm- anleg hér á landi og mun öruggari en til dæmis kornræktin. Ekki er ósennilegt að hinir fyrstu landnem- ar hafi reynt að vera sjálfum sér nógir um lín ekki síður en korn til þess að þurfa ekki ætíð að vera upp á aðrar þjóðir komnir með vefjar- efni þetta, en á landnámsöld mun línrækt hafa verið nokkuð algeng annars staðar í norðurhluta Evrópu. Línjurtin er talin ein elsta nytjajurt mannsins sem var ræktuð til annars en matar. Talið er að línjurtin hafi verið ræktuð í Egyptalandi og lönd- unum kringum Kaspíhaf meira en 3 þúsund árum f.Kr. og egypskar múmíur eru margar sveipaðar lín- klæðum.8-9 Allt frá yngri steinöld finnast menjar þess að í Mið-Evrópu hafi menn hagnýtt sér lín, því línfræ hefur fundist við uppgröft á byggð- um þar.8 Lín þetta hafði minna fræ en það lín sem nú er ræktað og er talið að það hafi verið skylt hinu villta, fjölæra eða skammæra líni Linum angustifolium. Úr uppgreftri frá bronsöld sést að staurhúsabúar í Sviss hafa kunnað að notfæra sér lín til ýmiskonar spuna og vefnaðar og er jafnvel talið að þar hafi verið ræktað lín frá því fyrir allt að 10.000 árum.10 Af þessari tegund telja fræðimenn sennilegt að línfræ- afsteypa sé sem fundist hefur í Hollandi og talin er vera frá stein- öld.1112 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.