Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags JARÐFRÆÐI í NÁGRENNI Hreðavatns Jarðfræði svæðisins við Hreðavatn er allvel þekkt, ekki síst aldur hraunlaga, höggunarferli, upp- hleðsluhraði hraunlaga og samsetn- ing jarðlagstaflans.1'2-3-4 Jarðlög við Hreðavatn eru mjög mörkuð af höggun og sprungur og misgengi algeng á svæðinu.5'6 Berggangar úr basalti sjást víða skera jarðlagastafl- ann og fylgja þeir oftast sprungum sem fyrir eru í berginu. Afstaða jarð- laga mótast enn frekar af andhverfu sem hefur áhrif á legu þeirra, en andhverfa þessi hefur verið kennd við Borgarnes (1. mynd). Andhverf- an myndaðist þegar hið forna Húnaflóarekbelti (11. mynd) varð óvirkt og gliðnun færðist yfir á nú- verandi stað og vesturrekbeltið varð virkt. Á austurvæng andhverfunnar er hallinn í SA-átt að vesturrekbelt- inu, en á vesturvæng hennar er hall- inn í norðvestur í átt að samhverf- unni á Snæfellsnesi.7 Hún er leifar hins forna Húnaflóarekbeltis og liggur skáhallt yfir Snæfellsnes og í austurátt meðfram Hvammsfirði þar sem hún sameinast samlrverf- unni á Vatnsnesi á Norðurlandi.78 Áberandi setlög, sem hafa verið kennd við Hreðavatn (1. mynd), setja mjög mark sitt á jarðlagastafl- ann og sú staðreynd að þau liggja mislægt á mun eldri hraunlögum ýtir enn frekar undir þá óreglu sem einkennir jarðfræði svæðisins. Til að auka enn frekar á óregluna er eyða á milli eldri hraunlaga og ofaná- liggjandi setlaga og er eyðan greini- lega mismikil innan svæðisins þar sem rof á hraunlögunum var breyti- legt. Jarðlög fyrir neðan setlögin tóku hallabreytingum og urðu fyrir miklu rofi áður en Hreðavatnsset- lögin settust til; allnokkurt landslag var því mótað áður en setlögin komu til sögunnar. Yfirgnæfandi fjöldi misgengja sem finnast á svæð- inu er eingöngu neðan Hreðavatns- setlaganna. Höggun var því að mestu afstaðin þegar setlögin og yngri hraunlög hlóðust upp.8 í ná- grenni Hreðavatns (2. mynd) má rekja Hreðavatnssetlögin í vesturátt að Langavatnsdal og að rótum Kol- beinsstaðafjalls, einnig má rekja þau til suðaustur í átt að Laxfossi og að rótum Hafnarfjalls.8 Hraunlögin er liggja undir Hreðavatnssetlögunum eru að mestu úr basalti og hallar þeim um 10-30° NV eða SA eftir því hvorum megin við andhverfuna þau eru. Hraunlögin ofan á setlög- unum eru með minni halla, eða um 4-8° NV eða SA. Hraunlögin undir og ofan á setlögunum sýna mismun- andi aldur frá einni opnu til annarr- ar. Á svæðinu frá Hafnarfjalli upp að Hreðavatni eru hraunlögin neð- an setlaganna um 13-12 milljón ára, en þau verða sífellt yngri í átt til vesturs og eru um 8,3-8,0 milljón ára í Hítardal.89 Ofan setlaganna eru yngstu hraunlögin í Hafnarfjalli um 6,0 milljón ára, en þau verða sífellt eldri í norður- og vesturátt. Kring- um Hreðavatn eru hraunlögin ofan setlaganna um 7,0-6,5 milljón ára gömul.4'8 Öll hraunlög undir setlög- unum rekja uppruna sinn til hins forna Húnaflóarekbeltis, en flest eða öll hraunlög ofan setlaganna eiga uppruna sinn að rekja til vesturrek- beltisins. JARÐLAGASTAFLINN VIÐ Hreðavatn í Borgarfirði eru margar opnur í jarðlagastaflann og þar sést vel í setlagasyrpur svæðisins. Setlögin liggja mislægt ofan á eldri jarðlög- um og má rekja þau eftir andhverf- unni í norðvestur frá Hreðavatni inn á hálendið og í suðurátt niður dalinn í átt til hafs. Þykkur stafli af hraunlögum er neðan Hreðavatns- setlaganna. Þessi hraunlög eru all- ummynduð, mikið veðruð og með áberandi magni af geislasteinum. Hraunlögin reyndust öll vera öfugt segulmögnuð. Setlögin, sem eru um 20 m á þykkt, settust til ofan á þessi hraunlög (3. mynd). Dílabasalt þekur setlögin sem finnast kringum Hreðavatn vestan við Norðurá og frá Einifelli suður að Veiðilæk á svæðinu austan við ána (3. mynd). Þar sem dílabasaltið liggur ofan á setlögunum má sjá bólstra- og kubbaberg í neðri hluta þess en efri hlutinn er stórstuðlóttur. Ofan á dílabasaltinu er kvars-þóleiíthraun (Björn Harðarson, munnleg heim- ild) sem er reglulega stuðlað (3. mynd). Á svæðinu vestan við Norð- urá er aðeins eitt dílabasaltlag ofan á setlögunum, en á svæðinu austan 3. mynd. Einfölduð teikning sem endurspeglar sambandið á milli hraunlaga neðan Hreðavatnssetlaganna, setlaganna sjálfra og ofanáliggjandi hraunlaga. Jarðlögin ofan setlaganna halla einnig en halli peirra er mun minni en hraunlaganna neðan setlaganna (mjög ýkt á mynd). Hér er því hallamislægi. - Schematic cross-section illustrating the relation ofbedrock, sediments and overhying lavas in the Borgarfjörður fjord. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.