Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ákveðnar ásýndir voru tengdar á einhvern hátt þar sem þær komu fyrir í pörum, í röðum eða á víxl. Setlögum var þess vegna skipt niður í ásýndir eftir kornastærð og uppruna. Fimmtán mismunandi ásýndum voru gerð skil og þeim gefin númer frá 1 upp í 15 (5. mynd). Tíu ásýndir eru háðar eða stjórnast af innrænum stöðuvatna- þáttum og fimm ásýndir stjórnast af utanaðkomandi þáttum af gosræn- um toga (1. tafla; 6. og 7. mynd). Hraunlögin undir og ofan setlag- anna voru mikilvæg þegar kom að tengingu milli opna; í allt voru skil- greindar fjórar hraunlagagerðir og þeim gefnir bókstafirnir A-D: A- hraunlög neðan setlaga, B-díla- basalt, C-kvars-þóleiít, D-ólivín- þóleiít (3. og 5. mynd). Þar sem greina mátti náið sam- band milli ákveðinna setlagaásýnda var þeim skipt niður í ásýndarhópa. Setlagaásýndirnar voru flokkaðar niður í ásýndarhópa A-G með hlið- sjón af uppruna þeirra, bergjarð- lagafræðilegum einkennum og hvaða ferli voru ráðandi við mynd- un þeirra (2. tafla). Sumar ásýndir eru í fleiri en einum ásýndarhópi; þetta eru atburðarlög sem rekja má til eldvirkni eða annarra hamfara í umhverfinu. Atburðarlög eru jarð- lög sem myndast hafa á stuttum tíma og hafa mikla útbreiðslu. Þessi jarðlög eru oft góð leiðarlög og hægt er að nota þau til að tengja á milli jarðlagasniða og ákvarða afstæðan aldur setlaga. Ásýndar- hóparnir (8. mynd) voru settir fram út frá tengingum á milli setlaga- opna (4. og 5. mynd) og innbyrðis afstöðu aðgreindra ásýnda. SETMYNDUNARFERLl STÖÐUVATNSINS Setefni fluttust í lægðina með straumvatni og vindum (9. og 10. mynd). Árnar fluttu með sér efni í völuberg og annað grófkornótt straumvatnaset á strandsvæðum og við árósa (ásýndarhópur A). Fínni setefni fluttust lengra frá ströndu og mynduðu sandsteinslög á mörkum árósasvæða (ásýndarhópur A) og fínlega lagþynnóttan siltstein sem settist til á stöðuvatnsbotninum (ásýndarhópur B og C). Kísilþör- ungar voru oft og tíðum ráðandi í vatninu og mynduðu leifar þeirra sviflausnarset (9. og 10. mynd). Set- lögin gefa til kynna að eldvirkni hafi að öllum líkindum gefið af sér set- efni innan lægðarinnar sjálfrar (ásýndarhópur F), sem og utan hennar (ásýndarhópur D), stundum í mjög miklum mæli og mjög líklega á frekar stuttum tíma. Loftborin korn eru stór hluti setlaganna, að mestum hluta gosræn korn. Gjóskan dreifðist sem gusthlaup eða í gjóskufalli (9. og 10. mynd) og myndaði þykk lög (ásýndarhópur F) eða í öskufalli (öskulög sem finn- ast í ásýndarhóp B og C) er settist til sem þunn öskulög. Eldvirknin á svæðinu olli hamförum sem víkja frá venjulegum „reglum" er stjórna ferlum sem leiða til setlagamyndun- ar í lægðinni. Hamfarir eiga sér stað mjög snögglega og ráða yfir orku sem er margfalt meiri en við „venju- bundna" setmyndun. Þeir atburðir verða vegna jarðskjálfta, eldgosa, stormviðris og mikilla rigninga. Atburðir sem þessir geta meðal ann- ars valdið iðustraumum og eðlis- þyngdarflóðum sem skilja eftir sig setlög með skörp neðri lagmót. Lög- in eru oft lóðgreind (kornastærð breytist upp í gegnum lagið). Þau er m.a. að finna í ásýndarhópi E, þar sem iðustraumar fluttu setefni frá vatnsbotnshlíðum út á dýpri svæði setmyndunar (9. og 10. mynd). Stöðuvatnsbotninn var mikilvæg- ur staður fyrir samansöfnun á líf- rænu efni, svo sem sjá má af mynd- un á þykkra kísilgúrlaga (að finna í ásýndarhóp B) og kolalaga (að finna í ásýndarhóp G). Plöntusteingerv- ingar, stór- og smágervingar, eru einnig dreifðir um öll setlögin og finnast í mismunandi ásýndarhóp- um. Ætla má að þau ferli sem stjórn- uðu varðveislu lífræns efnis hafi verið hagstæð, eins og endurspegl- ast í lífrænum leifum í setlögunum. Líklegt er að innkoma landrænna rofefna hafi á stundum verið frekar lítil í samanburði við lífræn efni og að samansöfnun lífræns efnis hafi verið hraðari en niðurbrot þeirra vegna ólífrænnar og lífrænnar oxun- ar. MYNDUN LÆGÐAROG ÞRÓUN STÖÐUVATNSINS Setlögin í nágrenni Hreðavatns sýna fram á áflæðis-afflæðishring- ferli sem endurspeglar myndun lægðar, upphaf stöðuvatns, þróun þess og endalok. Lægðin varð til í tengslum við færslu rekbelta þegar Húnaflóarekbeltið dó út og nýtt rekbelti um Reykjanes, vesturrek- beltið, tók við stig af stigi austan við það gamla. Þetta varð til þess að jarðlagastaflinn á milli rekbeltanna brotnaði upp og miklar tilfærslur með hallabreytingum áttu sér stað. Jarðlagastaflinn reis á sumum svæðum en seig niður á öðrum. Þetta olli skyndilegu og áhrifamiklu rofi á rissvæðum og samsöfnun rofefna á sigsvæðum. Öll setlög á svæðinu sem mynduðust í tengsl- um við þennan ákveðna atburð til- heyra Hreðavatnssetlögunum (7-6 millj. ára). Setlögin sem söfnuðust fyrir í lægðinni sem hér er fjallað um eru bara lítill hluti af hinum svonefndu Hreðavatnssetlögum. Það er augljóst að umhverfisþættir voru sífellt að breytast á meðan set- ið safnaðist fyrir. Þeir þættir sem stjórnuðu setlagaferlum breyttust gífurlega frá myndun neðstu setlag- anna til þeirra efstu (11. mynd). Eftir að útræn öfl höfðu sorfið, rofið og formað hraunlagastaflann varð til stöðuvatn. Eldvirkni endurspegl- ast í gjóskulögum og fjölbreyti- legum setlögum af gosrænum upp- runa sem finna má í jarðlagastafl- anum. Neðstu setlögin endurspegla frumstigið í þróun stöðuvatnsins. Völubergs- og grófkornóttar sand- steinsásýndir (ásýndarhópur A) eru ráðandi og einkenna setlögin. Þessi eining myndaðist þegar rof 27

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.