Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þessa og bætir við að Ólafur hafi blekkt þær með tali um glæsta framtíð sína sem læknis í breska hernum, frama sem Sir George myndi tryggja honum.21' Meint laus- læti Ólafs meðan á leiðangrinum sjálfum stóð verður þó ekki stutt með börnum eignuðum honum, því fjögur þeirra fæddust á árunum 1805-1806, þegar hann var í skóla hjá Tómasi Klog og gat ekki hafa séð neina utanlandsför fyrir nema ef vera kynni til Kaupmannahafnar, en þangað ætluðu forlögin honum ekki. Um hin börnin tvö er það að segja að þau voru bæði fædd um miðjan apríl 1812 og því getin nærri ári eftir að leiðangurinn var farinn úr landi.21 Áður en Ólafur er dæmd- ur fyrir lauslæti ætti að lýsa kynlífi Islendinga á þessum tíma, en sá orðrómur var að gildir húsbændur ættu gjarnan börn með vinnukon- um sínum og einmitt þegar eigin- konurnar gengju með skilgetin börn þessara húsbænda sjálfra/ Erfitt er að átta sig á frásögn Jónasar Jónas- sen um þetta mál. Hann telur að Klog hafi sent Ólaf Loftsson af stað til Kaupmannahafnar haustið 1807 en getur þess ekki hvar Ólafur dvaldi næstu árin eða þar til hann kom aftur úr siglingu, en þá hafi hann komið með illkynjaðan sjúk- dóm og borið á aðra. Hafi Frydens- berg landfógeti skorað á landlækni að athuga Ólaf þess vegna og þetta hafi valdið því að Ólafur var ekki skipaður læknir á íslandi.3'31 Túlka mætti ummælin svo að Ólafur hafi fengið kynsjúkdóm (lekanda?) í Skotlandi og borið hann til íslands og smitað frá sér á ferðalaginu um ísland með Mackenzie. Hafi Mac- kenzie að lokum öðlast vitneskju um það og þá sagt Ólafi upp vist- inni og ekkert viljað hafa með hann að gera. Hefðarmennska hafi hins vegar bannað honum að tjá sig op- inskátt á prenti, sbr. ummæli hans um Ólaf í formála 1. útgáfu Travels in lceland 1811 og brottfellingu allr- ar umsagnar um harm í formála annarrar útgáfu bókarinnar.7'30 Á hvern hátt brást Ólafur félögum sínum í íslandsferðinni? Það er hvergi ljóst af dagbókum Hollands eða skrifum Mackenzies. Gyllti hann fyrir þeim náttúrufræðilegt mikilvægi íslands? Nú á dögum þætti það ólíklegt, og nóg fundu þeir Hutton-sinnar (plútonistar) af eldbrunnu grjóti á íslandi sem studdi kenningar þeirra. Helst er að sjá að Ólafur hafi hallmælt löndum sínum mikið, en einnig þar skortir einstök dæmi. Holland lýsir fálæti Ólafs gagnvart foreldrum sínum í Fljótshlíð (7. mynd) og kjánalegri framkomu hans þar, og halda mætti að hann hafi tengst löndum sínum litlum böndum öðrum en skamm- vinnum „ástarsamböndum".2 Wawn vitnar í Espólín, sem segir: „Sagdi Ólafr þessi baróninum, at ís- lendíngar væri á þann hátt, sem villi-þjódir eru, mest gefnir fyrir glíngri, knífum, skærum ok slíku, ok fyrir því hafdi baróninn þat í fyrstu á bodángi fyrir greida, en þó fann hann skjótt at þat voru ósann- indi er Ólafr hafdi sagt honum, um þat ok margt annat, ok sagdi hon- um fyrir þá sök upp þjónustu sinni ádr hann fór utan."18 Þetta er svo tekið upp í annálum 19. aldar Pét- urs Guðmundssonar.19 Sjálfur segir Mackenzie að Ólafur hafi ekki viljað koma með sér aftur til Skotlands, og er það gagnstætt því sem haft er eftir Henry Holland, að Mackenzie hafi ekki efnt loforð sitt um að taka Ólaf með sér aftur utan eins og áður er minnst á, en í Edinborg höfðu Bright, Holland og Ólafur verið við læknisnám veturinn áður.1516'29'30 Hafði Mackenzie ekki þörf fyrir Ólaf lengur að íslandsleiðangrinum loknum og gerði þá ýktar lýsingar hans á löndum sínum, ætlaðar til að ganga í augun á útlendingunum, að samningsrofi,1819 en ekki voru þeir (Holland) þó lausir við slíkar yfir- lýsingar sjálfir.30 Var umhyggja Mackenzies og greiðasemi við Ölaf Loftsson 1809-1810 einungis tengd því að í honum sá hann ungan og kjarkmikinn íslending, sem kunni nóga ensku til þess að geta verið túlkur og leiðsögumaður til þessar- ar afskekktu eldfjallaeyjar sem Mac- kenzie var svo mjög í mun að skoða til þess að styðja jarðmyndunar- kenningar landa síns James Huttons? Á hvern hátt brást Ólafur þeim í íslandsferðinni? - mætti enn spyrja. Hann fylgdi félögum sínum hvert sem þeir fóru, kleif Snæfellsjökul með þeim (það lét Mackenzie ógert), gekk á Heklu, var túlkur þeirra þegar þeir skildu ekkert, því ekki töluðu þeir íslensku eða önnur Norðurlandamál, en latína gat bjargað og franska stundum, og stöku maður kunni lítillega ensku. Og tók ekki gamli kennarinn, Tómas Klog, á móti fyrrum nem- anda sínum í Reykjavík eins og hann hefði heimt hann úr helju, sem og fleiri í Reykjavík þótt aðrir sýndu honum þar fálæti? Fyrrum skólafélagi á Snæfellsnesi gerði sér 15 mílna ferð til þess að hitta Ólaf, þegar honum var kunnugt að hann og leiðangurinn væru staddir á Rauðamel í Hnappadalssýslu.32 Steindór Steindórsson segir al- mennt að „margar greinir" hafi orðið með þeim Ólafi og Mackenzie á ferðalaginu, en nefnir engin dæmi. Steindór telur hins vegar að samvinna og félagsandi Bretanna hafi verið með ágætum og það segi sína sögu um skaphöfn þeirra.32 Þar nefnir hann ekki þá tortryggni sem Henry Holland hafði gagnvart Mackenzie og skrifum þess síðar- nefnda um steinafræði.33 En sem dæmi um góðsemi Mackenzies er sagt frá því að hann hafi gefið skólapiltum í Lærða skólanum, sem af báru í grísku, latínu og Hér verður ekki vísað til prentaðra heimilda um framhjáhald fætt á 19. öld. Oft var þá nefndur sem fulltrúi þessa tíðaranda Stefán gildra bænda á íslandi heldur vitnað til þess sem var altalað meðal Guðmundsson (1853-1925), hreppstjóri á Borg í Miklaholtshreppi. móðurfólks höfundar þessarar greinar. Það var frá Snæfellsnesi og 47

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.