Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 48
Náttúrufræðingurinn
7. mynd. Málverk af Hlíðarenda í Fljótshlið eftir Holland; birtist í bókinni Travels in Iceland (1811), bls. 255.
öðrum tungum eða lærdóms-
greinum, medalíur og voru þær úr
silfri.1819'34 Hvað Ólafur Loftsson
fékk í laun fyrir leiðsögn sína og
túlkun er ekki vitað.
Ólafur var sex árum eldri en
Henry Holland og hafði, þegar hér
var komið, fengist við læknisfræði í
nær 6 ár, bæði nám og lækningar.
Var hann metinn að verðleikum af
sér yngri manni, nýútskrifuðum úr
læknaskóla og með mjög takmark-
aða læknisreynslu? Sá eldri og
reyndari, Ólafur, var bara leiðsögu-
maður og túlkur í ferðinni, en Hol-
land var þarna í vísindalegum er-
indagerðum; rúmlega þriggja mán-
aða dvöl á íslandi nægði honum til
þess að safna að sér efni um sjúk-
dóma Islendinga svo að úr varð
M.D.-ritgerð hans, De morbis
Islandiae. Ritgerðina gaf hann gaf út
1811 og hún var tekin gild við Edin-
borgarháskóla. Um þá ritgerð hefur
fyrrum landlæknir Islendinga, Vil-
mundur Jónsson, sagt að hún „sé
nærri ótrúlega rýr í roði" af dokt-
orsritgerð að vera, og í Klaustur-
póstinum talar Magnús Stephensen
um „andlega volað vesældarrit".35
Ári eftir leiðangurinn til íslands,
eða í ágúst 1811, skrifar Henry Hol-
land föður sínum, Peter, og fer þar
miður vinsamlegum orðum um
Ólaf Loftsson. Meira að segja í
þessu einkabréfi til föður síns segir
Henry Holland ekki beinum orðum
hvað það sé sem Ólafur Loftsson
gerir af sér, en slæmt er það.34 Þarna
kemur hins vegar fram að Ólafur
var kominn í vinfengi við enska
verslunarstjórann James Savignac,
sem hélt hlífiskildi yfir honum.
Savignac kom upphaflega til Is-
lands í ársbyrjun 1809 ásamt sápu-
framleiðandanum og kaupmannin-
um Samuel Phelps og Jörgen Jörg-
ensen.36 Þeir komu til þess að versla
við Islendinga og kaupa tólg og
annað feitmeti til sápugerðar. Þótt
bylting Phelps og Jörgensens væri
nú yfirstaðin fyrir nokkru verslaði
þessi staðarhaldari Samuels Phelps
og fyrrum stuðningsmaður Jörgens
Jörgensens enn í Reykjavík og hafði
gert í lítilli þökk danskra yfirvalda
og þar með talið stiftamtmannsins,
Frederiks Trampes greifa, hins
mikla vinar Mackenzies í gegnum
bréfaskipti þeirra frá því að Mac-
kenzie var að undirbúa Islandsferð
sína. Greifanum tileinkaði Mac-
kenzie Travels in Iceland. Savignac
fór frá Reykjavík 1812 með ensku
skipi, ásamt enska konsúlnum,
John Parke, og „... þótti landhreins-
un að" - segir í annáli.19 Kannski fór
Ólafur Loftsson með þeim, þótt
ætla megi af bréfi Bjarna Thoraren-
sens frá 29. ágúst 1812 að hann hafi
farið litlu áður til þess að „reyna
lukku sína í Englandi".27 - Ólafur
var sem sagt kominn í óvinaflokk
enskra. Er þar komin skýring á fá-
læti Mackenzies, en öll ummæli
um Ólaf í formála 1. útgáfu ferða-
bókarinnar, og þau voru að hluta til
lofsamleg, voru felld niður í 2. út-
gáfu 1812 eins og áður sagði,5,30 og
þá er haft eftir Mackenzie: „He
[ÓlafurJ is one of the most unwor-
thy objects on whom charity was
ever bestowed."29 I endurminning-
um, rituðum 60 árum eftir Islands-
leiðangurinn, minnist Henry Hol-
land aðeins tveggja samferðar-
manna sinna, Georges Mackenzies
og Richards Brights.37 Látum Ingi-
björgu Jónsdóttur hafa síðasta orð-
ið, en í ágúst og september 1810 rit-
aði hún í sendibréfum til bróður
síns: „Þú hefur frétt, að enskur bar-
ón reisir nú um eyju vora og með
honum tveir aðrir göfugir höfð-
ingsmenn og með þeim reisir sem
túlkur doktor Ólafur Loftsson.
Mikið segir hann af sínum hreysti-
verkum. Eg þegi um Ólaf, því eg
get ekki skildrað hann af sem mér
líkar. En láttu Thorgrimsen lesa þér
af honum sólarsöguna. Oft kemur
Ólafur hér í klaustrið. Mikill glanni
er sá st[rákur]." „Eftir varð Ólafur
Loftsson af þeim enska barón. Hon-
um þótti hann fantur í folió og gaf
honum afskeið, þó ekki í naade.
Ólafur er að eg trúi kominn austur
að Hallskoti til föður síns. Hann
Ó[lafur[ á nú fjögur börn á lífi."
Bréfin voru rituð í Viðey.38 Thor-
grimsen er líklegast Sigurður Thor-
48