Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 52
Náttúrufræðingurinn
sem að jafnaði verða í maí rennur
allmikið ferskvatn til sjávar á stutt-
um tíma og hefur árvatnið áhrif á
umhverfisaðstæður í firðinum. Uti
fyrir Austfjörðum norðanverðum
streymir Austur-íslandsstraumur-
inn til suðausturs og ber með sér
kaldan og tiltölulega seltulítinn sjó
norðan frá. Út af Austfjörðum mæt-
ir hann síðan hlýjum og selturíkum
Atlantssjó sem kemur að sunnan.4-5
Nær landi, inni á áhrifasvæði
strandstraumsins, er sjórinn bland-
aður ferskvatni og breytileiki í seltu
getur verið talsverður. Við Austfirði
er lítill munur flóðs og fjöru en sjáv-
arfallastraumar eru hins vegar
sterkir.6 í Mjóafirði voru straumar
mældir árið 2001. Innstreymi í fjörð-
inn norðanverðan var þá bæði
nærri yfirborði og botni og virðist
straumakerfið í Mjóafirði líkjast því
sem er í nálægum fjörðum.7-8 Firðir á
Islandi eru frekar breiðir og opnir
fyrir úthafinu og megineinkenni
straumakerfisins þar sem mælingar
hafa verið gerðar eru svipuð. í Eyja-
firði og Reyðarfirði liggur straumur
samsíða dýptarlínum og er inn-
streymi hægra megin fjarðarins
þegar horft er inn fjörðinn en
útstreymi vinstra megin.9
ÁLMENNT UM NÆRINGAREFNI
OG SVIFÞÖRUNGA
Næringarefni
Víðast á kaldtempruðum svæðum
breytist styrkur næringarefna í yfir-
borðslögum sjávar reglulega með
árstíma og er það afleiðing af bæði
lífrænum og eðlisfræðilegum ferl-
um. Styrkur næringarefna er í há-
marki í lok vetrar og minnkar svo
ört að vorlagi við upphaf frumfram-
leiðninnar vegna upptöku svifþör-
unga á næringarefnum. Styrkurinn
helst síðan allajafna lágur þar til um
haustið, þegar minnkandi ljósmagn
dregur úr frumframleiðninni. Nær-
ingarefni komast þá aftur í upp-
lausn við niðurbrot lífrænna efna og
styrkur þeirra í yfirborðslögum
eykst. Styrkaukningin verður
einnig vegna þess að lóðrétt blönd-
Hringrás niturs í súrefnisríkum sjó
Eftir vorblóma svifþörunganna verður iðulega skortur á ólífrænu
nitri í efstu lögum sjávarins. Við ljóstillífunina og svo síðar við niður-
brot lífrænna leifa svifþörunganna verða hins vegar til ýmis lífræn
efnasambönd sem innihalda nitur. Þetta eru bæði uppleyst (dissolved
organic nitrogen, DON) og agnabundin (particulate organic nitrogen,
POC) nitursambönd. Fyrir tilstuðlan baktería brotnar hluti þessa líf-
ræna efnis niður en hluti þess hverfur í botnsetið. Með niðurbrotinu
kemst nitrið aftur á efnaform sem svifþörungar geta nýtt. Nitur er á
þennan hátt í tiltölulega hraðri lífefnafræðilegri hringrás í efstu lög-
um sjávarins á vaxtartíma svifþörunga (3. mynd).
Niðurbrot nitursambanda er flókið þar sem nitur getur verið á
mörgum oxunarstigum; ólífræn efnaform eru nítrat (NO3'), nítrít
(NO2') og ammóníum (NH4+).1417 Nítrat er lokastigið í niðurbroti nit-
ursambanda en ammóníum er mest afoxaða form ólífræns köfnunar-
efnis. í djúplögum sjávar og einnig í yfirborðslögum að vetri er
næstum allt ólífrænt nitur sem nítrat. Svifþörungar geta nýtt hin
ýmsu form köfnunarefnis, auk nítrats, og haldið áfram að vaxa með
endurnýjuðum næringarefnum eftir að vetrarforðinn er uppurinn.
Hægt er að mæla lífrænt bundið nitur í sjó með því að brjóta niður
lífræna efnið en við það oxast lífræn nitursambönd í nítrat. Það hlut-
fall efna sem er í upplausn (dissolved) er yfirleitt skilgreint sem sá
hluti sem er minni en 0,45 p; agnabundið (particulate) efni er stærra.
Mælingin gefur heildarnitur í upplausn (total dissolved nitrogen,
TON) og sé styrkur ólífrænu sambandanna dreginn frá fæst magn
niturs sem bundið er í lífræn efni. Þessi aðferð gerir því engan
greinarmun á mismunandi lífrænum efnum (t.d. þvagefni eða amínó-
sýrum) heldur einungis heildarmagni niturs sem er á þessu formi.
3. vnjnd. Skematísk mynd afferli niturs í súrefnisríkum sjó. í Mjóafirði árið 2000 náði
nítrat ekki að endurnýjast um sumarið en plöntusvif notaði nitur áformi ammoníaks og
lífræns uppleysts niturs. - Schematicfigure of the nitrogen cycle in oxygenated seazvater.
In Mjóifjörður during the summer of 2000 no nitrate regeneration was found but
phytoplankton used ammonia-nitrogen and dissolved organic nitrogen.
1
52
1