Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
un sjávar eykst á þessum árstíma
sökum þess að eðlismassi yfir-
borðslagsins eykst vegna kólnunar
og næringarefni úr djúpinu færast
því til yfirborðs. Rannsóknir á nær-
ingarefnum í sjó tengjast gjarnan
rannsóknum á framleiðslugetu
svæða þar sem framboð næringar-
efna er undirstaða frumframleiðni. I
hafinu umhverfis Island takmarkar
næringarefnaskortur frumfram-
leiðni að sumarlagi.101112
Styrkur nítrats (NO3) og fosfats
(PO4) í sjó eykst og minnkar að jafn-
aði í sömu hlutföllum og lífverur
í sjó hér við land taka nítrat og fos-
fat upp í hlutföllunum N/P =
12,1-14,8.1013 Ammóníak (NH4), sem
er mest afoxaða form uppleysts ólíf-
ræns niturs, er yfirleitt ekki til stað-
ar í miklum styrk í súrefnisríkum
sjó þar eð ammóníak er mun
óstöðugra efnasamband en nítrat.14
Plöntusvif tekur að jafnaði frekar
upp ammóníak en nítrat því að það
kostar minni orku að nýta nitur
bundið í ammóníaki.15
Uppleystur kísill (Si) er nær ein-
göngu til staðar í sjó sem kísilsýra á
forminu Si(OH)4. Það eru nánast
eingöngu kísilþörungar sem nýta
kísil úr sjónum, því þeir hafa um sig
skeljar úr kísli. Styrkbreytingar á
kísli endurspegla ferskvatnsflæði til
sjávar og eru vísbending um tilvist
og magn kísilþörunga. Skortur á
kísli hefur hamlandi áhrif á vöxt
kísilþörunga; talið er að sé kísil-
styrkur meiri en 2 pmól/lítra verði
kísilþörungar ráðandi í svifinu en að
lægri styrkur kísils geri margar teg-
undir kísilþörunga síður samkeppn-
ishæfar.16 Nítrat er almennt talið
vera það næringarefni sem tak-
markar frumframleiðni í sjó, þar
sem yfirleitt eru leifar af fosfati
þegar nítratið er allt uppurið. Unn-
steinn Stefánsson og Jón Ólafsson
komust að því að slíkar fosfatleifar
eru að jafnaði í köldum sjó norðan
lands og austan, en í hlýjum
Atlantssjó suður og vestur af land-
inu ganga bæði þessi frumefni til
þurrðar í yfirborðslaginu á sumrin.10
SVIFÞÖRUNGAR
Gróðurkoman í strandsjónum að
vorlagi er háð fjölmörgum þáttum
svo sem birtu, sjávarhita, fersk-
vatnsblöndun og veðurfari. Á fjörð-
um og flóum myndast lagskipting
vegna þess að ferskvatn blandast
yfirborðslögunum sem verða þá
eðlisléttari en fullsaltur sjórinn
undir. Svifþörungar í yfirborðslög-
unum haldast þá nálægt yfirborði
þar sem sólar nýtur og ná að fjölga
4. mynd. Hefðbundið kísilþörungasam-
félag að vori. Vöxtur kísilþörunga í strand-
sjónum við ísland hefst yfirleitt í lok mars
eða byrjun apríl en það er breytilegt eftir
staðsetningu og árferði. - Community of
diatoms in spring. In Icelandic coastal
zvaters the growth of diatoms starts usu-
ally at the end ofMarch or the beginning of
April, depending on the location and year.
sér. Víða inni á íslenskum fjörðum
er þó það grunnt að samfara því að
dag fer að lengja verður næg birta
til ljóstillífunar alveg niður að botni.
Þar sem svo háttar til er það aukið
ljósmagn sem stjórnar gróðurkom-
unni.18 Hér við land hefst vöxtur
svifþörunga inni á fjörðum snemma
vors þegar birta er orðin næg og
lagskipting vegna leysinga hefur
myndast. Það getur verið mjög
breytilegt milli ára, og einnig milli
svæða við landið, hvenær þessi
vöxtur hefst.12 Yfirleitt byrjar gróðr-
artímabilið í mars eða apríl og vor-
hámark (blómi) verður í maí en
gróðurtímabilinu lýkur í september
eða október þegar ekki er lengur
næg birta til Ijóstillífunar.181 strand-
sjónum er framvinda svifþörunga-
5. mynd. Skoruþörungar eru margvíslegir
að stærð og lögun. í strandsjónum við ísland
er algengt að vöxtur þeirra hefjist að loknum
vorblóma kísilþörunga, með hámarksfjölda í
lokjúlí eða byrjun ágúst, og þeir eru yfirleitt
viðloðandi svifið þar til gróðurtímabilinu
Hkur að hausti. Margar tegundir skoruþör-
unga geta stundaðfrumuát og nýtt uppleyst
lífrænt nitur. - Dinoflagellates differ in size
and shape. In coastal waters around Iceland
dinoflagellate growth commonly follows the
spring bloom of diatoms, with a maximum
at the end of July or beginning of August.
Many dinoflagellate species can use
phagotrophy or dissolved organic nitrogen
as a nitrogen source.
gróðurs í aðalatriðum sú að fyrst að
vorinu eru kísilþörungar (4. mynd)
ríkjandi hópur í svifinu. Þegar nær-
ingarefni eru næg og lagskipting
enn frekar veik verður magn kísil-
þörunga oft gífurlegt og er talað um
vorblóma eða vorhámark þeirra.12
I kjölfar vorblómans, þegar veru-
lega hefur gengið á styrk ólífrænna
næringarefna í yfirborðslaginu, taka
við aðrir hópar svifþörunga svo sem
skoruþörungar (5. mynd), gullþör-
ungar (6. mynd a) og kalksvifþör-
ungar (7. mynd). Einnig má að
sumrinu oft sjá mikið af öðrum teg-
undum kísilþörunga en þeim sem
ríkja að vori, oft tegundir sem dafna
ágætlega við frekar lágan kísilstyrk,
jafnvel innan við 2 pmól/lítra.19'20
Þetta eru yfirleitt smáir hraðvaxta
kísilþörungar, svo sem Skeletonema
costatum og Pseudo-nitzschia pseudod-
elicatissima, sem auk þess að þola
lágan kísilstyrk nýta sér betur en
margar aðrar tegundir önnur form
köfnunarefnis en nítrat, til dæmis
ammóníum.21'22'23
53