Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 10. mynd. Niðurstöður talninga á svifþörungum í yfirborðslögum í Mjóafirði 15. febrúar til 10. október 2000, a) kísilþörungar, b) skoruþörungar, c) Emiliania huxleyi, d) þörungategundir af ættkvíslum Dinophysis og Alexandrium. - Number ofcells counted in the surface layer of Mjóifjörður from February 15th to Ocktober lOth, 2000; a) diatoms, b) dinoflagellates, c) Emiliania huxleyi, d) species o/Dinophysis and Alexandrium. þörungurinn Emiliania huxleyi al- gengur í svifinu (10. mynd c). Nokkrar tegundir svifþörunga sem eru taldar geta myndað þörungaeitur fundust í Mjóafirði. Meðal þeirra var kísilþörungurinn Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima sem getur valdið ASP-eitrun. Hartn var algengur í júní og fram í miðjan ágúst en fannst aldrei í miklum mæli. Mestur var fjöldima þann 26. júní, rúmar 76 þús. frumur/lítra. Skoruþörungar af ætt- kvísl Dinophysis; D. acuminata, D. acuta og D. norvegica, eru tegundir sem geta valdið DSP-eitrun og voru þær algengar í svifinu í ágúst og fram til loka september. Mestur var fjöld- inn 4.590 frumur/lítra þann 19. sept- ember (10. mynd d). Af tegundum sem geta valdið PSP-eitrun greindust skoruþörungarnir Alexandrium minut- um, A. ostenfeldii og A. tamarense. Þessar tegundir voru í mestum mæli í lok júní og fram í byrjun júlí. Mestur var fjöldinn 8.160 frumur/lítra þann 26. júní (10. mynd d). Umræða Styrkur næringarefnanna nítrats, kísils og fosfats var frekar stöðugur allt fram í miðjan maí en þá urðu skyndilegar breytingar. Eftir miðjan maí voru aðstæður breytilegri vegna ferskvatnsstreymis í fjörðinn og koma áhrifin einkum fram í seltu og kísilstyrk. Kísilstyrkur mældist allt að 6 pmól/lítra um sumarið, þegar nítratstyrkur var mjög lágur, og viðhélst hár kísilstyrkur í firðin- um nánast allt gróðurtímabilið. Þetta endurspeglast í viðvarandi kísilþörungagróðri frá síðari hluta apríl og fram í september með tveimur áberandi gróðurhámörk- um, síðari hluta maí og í lok júlí, og minni gróðurtoppum þess á milli. Ferskvatnsfrárennsli og þar með hár kísilstyrkur kunna því að skapa aðstæður sem gera kísilþörungum kleift að blómstra og nota það nitur sem er til staðar og verða ráðandi í svifinu. Fosfat mældist í firðinum allan sýnatökutímann og var því að öllum líkindum ekki takmarkandi fyrir vöxt svifþörunganna, en end- urnýjun fosfats í náttúrunni er að jafnaði hraðari en nítrats.14 Að loknu vorhámarki kísilþörunga í lok maí var nítrat uppurið og mældist ekki aftur að neinu marki fyrr en seint um haustið, þegar lítið ljósmagn og lítil lagskipting voru orðin takmark- andi fyrir vöxt svifþörunga. Ef ekki kæmu til aðrar uppsprettur af nitri myndi þessi lági nítratstyrkur væntanlega takmarka þörungavöxt um sumarið, en styrkur blaðgrænu hélst þá frekar jafn og bendir það til þess að aðrar uppsprettur, eins og ammóníak og uppleyst, lífrænt bundið nitur, hafi verið nýttar. Eftir miðjan maí, þegar vorblómi svifþörunganna var í hámarki, hélst styrkur ammóníaks hærri en styrkur nítrats þar til í september. Styrkur ammóníaks er háður samspili margra ferla þar sem það myndast í sjónum við niðurbrot á lífrænu efni sem fyrsta skref í oxvm niturs og einnig geta dýr losað það frá sér. Ammóníak geta margir þörungar nýtt sér sem nituruppsprettu. Ammóníak skipti því sennilega verulegu máli fyrir vöxt þörunga þetta sumar í Mjóafirði þegar nítrat- styrkur var lítill og nóg var af fosfati. Skoruþörungum fór að fjölga strax í maí og þeir urðu áberandi síðari hluta júní og voru að jafnaði til staðar í svifinu fram á haust án þess þó að verða ríkjandi hópur. Skoruþörungar geta nýtt sér 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.