Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 7
Nátlúrufr. — 35. árgangur — 1. hefti — 1.-48. siða — Reykjavík, mai 1965
Jón Jónsson:
Forn eldvörp í Selhrauni
Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi og skammt vestan
við Kapdluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tek-
ið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og ])að er mest þeirri starfsemi
að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér er um eldvörp að ræða.
Ekki er mér kunnugt um, hvernig þarna leit út áður en byrjað
var að taka þar efni, en svo lítið her á þeim liluta gíganna, sem enn
er eftir óhreyfður, að líklegt má teljast, að þeim hefði alls ekki verið
veitt eftirtekt, liefði þarna ekki verið grafið með stórvirkum tækj-
um. Nú er þarna umrót mikið og ýmislegt fróðlegt að sjá.
Gígir þeir, sem hér er um að ræða, eru á línu með stefnu NA—SV,
eins og gígaraðir á Reykjanesi yfirleitt eru.
Yngri hraun hylja nú þetta svæði nær alveg, og hafa þau fært hina
fornu gígaröð að mestu í kaf. Þau hraun eru komin sunnan að af
svæðinu milli Sveifluháls og Vesturháls. Af því að yngri hraun hafa
runnið yfir umhverfi gíganna, verður ekki með vissu sagt, hversu
mikið hraun hefur frá þeim komið. Það er þó ljóst að eitthvað hraun
hefur runnið í þessu gosi, og er það auðþekkt frá hraununum í
kring. Það er peltspat-ólivín-porfyritiskt basalthraun með ólivínkrist-
öllum, sem eru 1,5—2 mm í þvermál, og með einstaka allt að 3 cm
stórum og allmiklu af 0,5—1 mm stórum feltspatkristöllum. Bæði
stærri og minni feltspatkristallarnir virðast vera eins eða a. m. k. mjög
líkir að samsetningu. Ljósbrot þeirra reyndist vera nuz 1.574, en sam-
kvæmt Tröger (1959) er það An 70, en það eru mörkin milli labra-
dorit og bytonit. Taldar voru steintegundir í tveim þunnsneiðum,
samtals 2970 punktar. Útfrá því reyndist samansetning hraunsins
vera:
Plagioklas
Pyroxen
Olivín
Ógegnsætt (opacjue)
45.4 %
36.5 %
7,3 %
10,8 %