Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 22
Sveiflur í kynstarfsemi kvenna orsakast af mánaðarlegum sveiflum í framleiðslu yfirkynhormóna í heiladingli, þannig, að mismunandi yfirkynhormón stýra mismunandi þáttum kynstarfseminnar. Eggin þroskast í tveimur eggjastokkum í kviðarholinu. Að jafn- aði nær aðeins eitt egg þroska á mánuði, losnar þá, berst út í kviðar- holið og þaðan bráðlega eftir annarri tveggja eggrása niður í legið. Ef eggið frjóvgast, verður það í eggrásinni. Þar liefst þá fósturþró- unin. Síðan festist fóstrið í slímhimnu legsins og þróast þar allan meðgöngutímann. Ef eggið frjóvgast ekki, endist lrin blóðríka slím- himna legsins aðeins um hálfan mánuð eftir egglos, en fellur þá sam- an og losnar frá leginu. Þessu fylgir blæðing, tíðir. Að tíðum loknum þroskast ný slímhimna f leginu og nýtt egg losnar, venjulega um hálfum mánuði eftir að tíðir hófust. Eitt yfirhormónið frá framhluta heiladinguls stýrir þroska eggs- ins í eggjastokknum, en síðan myndar heiladingullinn annað hor- món, sem stýrir atburðarásinni síðari hluta tíðahringsins, ásamt þriðja hormóninu frá Iramhluta heiladinguls, sem einnig stjórnar þroska mjólkurkirtlanna í brjóstunum, er á meðgöngutíma líður. Yfirkynhormónin frá framhluta heiladinguls hafa áhrif á myndun hinna eiginlegu kvenlegu kynhormóna, sem verða til í eggjastokk- unum, en jjessi kynhormón stýra síðan kynstarfseminni. Kynhormón- in hafa aftur áhrif á hormónaframleiðslu heiladingulsins, svo að tíðahringurinn stjórnast fyrir víxlverkan hormóna frá framhluta heiladinguls og frá kynfærum. Eiginlegar tíðir eru ekki þekktar nema með konum og kvendýrum mannapa, en árstíðabundnar sveiflur kynstarfseminnar hjá kven- dýrum annarra hryggdýra eru undir stjórn heiladinguls. Hjá karlmönnum er ekki um neinar sveiflur í kynstarfsemi að ræða, sambærilegar við tíðahring kvenna. Sömu yfirkynhormón verða samt til í heiladingli karls og konu. Ekki er fullljóst, hvernig yfirkynhormónin skipta með sér verkum í körlum, en þar stjórna þau myndun sæðisfruma og hormóna í eistum. Mörg karldýr liafa árstíðabundna kynstarfsemi, og þar eru líka árlegar sveiflur í yfirkynhormónamyndun heiladinguls. Fjórða hormónið úr framhluta heiladinguls stýrir starfsemi skjald- kirtils. Skjaldkirtillinn er utan með og framan á barkanutn, við barkakýlið neðanvert. Skjaldkirtillinn gefur frá sér hormón, sem stýrir hraða efnaskipta líkamans. Offramleiðsla skjaldkirtilhormóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.