Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 20
14 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN yfirborð líkamans. Sumir kirtlar hafa bæði útkirtil- og innkirtil- starfsemi, svo sem kynkirtlar og briskirtill. Loks verða hormón til í fjölmörgum líffærum, sem alls ekki teljast til kirtla í daglegu tali. Mörkin milli starfsemi taugakerfis og hormónakerfis eru sums staðar mjög óglögg. Til dæmis berast taugaboð frá einni tauga- frumu í aðra og frá taugaendum til vöðva eða kirtla með n. k. hor- mónum. Einnig hefur í Ijós komið, að ýmsir hlutar taugakerfisins eru sérhæfðir til að framleiða hormón, sem berast með blóðinu lengri eða skemmri veg. Loks stjórnar taugakerfið víða starfsemi inn- kirtla, en innkirtlar hafa í staðinn áhrif á störf taugakerfisins. Kinna merkastur og forvitnilegastur innkirtla er heiladingullinn. Kirtill þessi er lítil tota, sem gengur niður úr heilanum, liðlega hálft gramrn að þyngd í fnllorðnum manni, lítið eitt þyngri til jafnaðar í konum en í körlum. Heiladingullinn skij^tist eftir uppruna og gerð í tvo meginhluta: framhluta og afturhluta, ásamt litlum mið- hluta. Framhluti og miðhluti eru úr kirtilvef og verða á fósturskeiði til sem felling eða tota upp úr kokinu. Jafnframt vex önnur tota niður úr heilanum, heldur aftar, og verður að afturhluta heilading- uls. Toturnar tvær renna síðan saman í eina og hin fremri losnar frá kokinu. Afturhluti heiladinguls er í mjög nánum tengslum við heilann, enda til orðinn sem sproti niður úr heilanum. Úr afturhluta heila- dinguls hafa verið einangruð tvö hormón, mjög h'k að efnafræðilegri gerð. Trúlegt þykir, að þessi hornuin verði ekki til í heiladinglinum sjálfum, heldur í taugavef í heilanum ofan við heiladingulinn, í þeim hluta heilans, sem hypothalamus kallast. Telja menn, að hormónin berist eftir taugum niður í afturhluta heiladinguls, en dreifist þaðan út um líkamann. Annað hormónið hefur áhrif á þvagmyndunina í nýrunum. Það takmarkar vatnsmagn þvagsins. Eðlileg þvagmyndun manns er að meðaltali um hálfur annar lítri daglega, en fer vitanlega talsvert el tir vatnsmagni fæðunnar. Ef afturhluti heiladinguls er óstarfhæfur. marglaldast þvagmagnið og getur orðið -50—40 lítrar daglega. Með þessu feikilega þvagmagni skolast vitanlega út úr líkamanum mikið af söltum, sykri og öðrum efnum, enda er þetta hinn alvarlegasti efnaskiptakvilli. í heilbrigðum manni takmarkast starfsemi aftur- hluta heiladinguls af vatnsmagni líkamans. Ef maður drekkur mik- ið vatn, skynjar heilinn aukið vatnsmagn blóðs og vefja og stöðvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.