Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 8
2 NÁTTÚ RU FRÆÐI N G U R I N N I. mynd. Gígtappi í gígaröðinni í Selhrauni. — Volcanic neck in the crater row in Selhraun. Hið síðastnefnda er að nokkrn svart, ógegnsætt gler, en að mestn málmur, seguljárn og títanjárn. Mikill íjiildi hnyðlinga er í þessu hrauni og sumir þeirra nokkuð stórir, eða um 5—7 cm í þvermál. I>eir virðast líkir þeim, sem áður hefur verið getið í þessu riti (Jónsson 1963). Slíkir hnyðlingar hafa nú fundizt víða um land, m. a. í Skaftáreldahrauni frá 1783, Fonti á Tungnáröræfum (heimild Elsa Vilmundardóttir), í Þórsmörk, við Grindavík og nú alveg nýlega fann Jens Tómasson, jarðfræðingur, hnyðlinga í Surtsey. í gígnum í Selhrauni fannst ennfremur um 6 cm stór feltspatkristall, sem reyndist vera ólígóklas (An 30). Hann var mjög illa farinn, sennilega mest vegna hita, og liggja jafnvel hárfínar basaltæðar í gegnum hann. Óligóklas á ekki heima í basalt- hrauni eins og þessu og verður J>ví að tel ja líklegast, að um sé að ræða kristall, sem brotnað hefur úr eldra bergi nokkuð ólíku þessu að samsetningu og borizt með hrauninu á leið Jxess upp á yfirborð. I>ess má geta að Jens Tómasson fann líka einn ólígóklaskristall í Surtsey.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.