Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 11
N A TTÚRUFRÆÐINGURINN 5 IIe Igi Ha l Igrimsson: Rauðþörungur í ám og lækjum Þverá ein fellnr af F1 jótsdalsheiði í Lagarfljót hið efra, er kallast Hrafnsgerðisá. Þetta er straumhörð bergvatnsá, er fellur í fossum og llúðuin ])vert ofan fjallshlíðina í Fljótið. Vatnið í ánni er jafnan freniur kalt, enda liggja fannir við upptök hennar oftast allt sumarið. Gróður í ánni er fremur lítill en helst mosar, sem sumsstaðar þekja árbotninn. Þörungagróður er að jafnaði ekki mikill í ánni, en er líða tekur á sumarið bregður þó mjög við í þeim efnum, verða þá klappir og steinar víða alþaktar gulgrænum eða blágrænum þörunga- iinúskum. Það mun hafa verið fyrst sumarið 1954, þann 12. júlí, að ég tók eftir þessum merkilega þörungagróðri. Eftirfarandi klausu er að finna í dagbók minni þann dag: „Athugaði þörungagróður úr Hrafnsgerðisá. Reyndist það vera Enteromorplia, eingöngu. Þörung- ur þessi myndar lágvaxnar breiður á steinum í árbotninum, einkum þar sem straumur er mikill, eða þar sem straumur skellur á. í lygn- um er hann ekki til. Fastvaxinn í smáhnúskum. Fyrir íraman loss í ánni var hann einnig á kliippunum, þar sem slcttist frá fossinum en var annars þurrt.“ Ég komst þó bráðlega að raun um, að þörungur þessi var ekki Enleromorpha þótt hann líktist henni fljótt á litið, heldur var hér um að ræða allt annað þiirungakyn eða kynið Lemanea, sem er rauð- þörungur. Nú er það alkunna, að rauðþörungar eru sjávarplöntur, og þeir, sem eru forframaðir í grasafræðinni geta frætt okkur á því, að rauð- þörungar vaxi einktun á talsverðu dýpi við strendurnar, myndi þar svokallað rauðþörungabelti, enda hjálpar rauði liturinn þeim til að nýta þá litlu birtu, sem nær þangað niður. En rauðþörungar eru einnig algengir í fjörtun, og má nefna hinar ágætu nytjaplöntur sölin og fjörugrösin, sem hvorttveggja tilheyra

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.