Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 18
12 NÁTTÚRU FRÆÐJ NGURINN heyrðist oft kurr í dúfunum ofan úr brekkunum upp frá bænum. Hinn 31. júlí hélt ég enn að Svínafelli til að leita að liringdúfu- hreiðrum og þá tókst mér loks að finna eitt hreiður. Var það á klettarák í gili austan við Svínafellsbæina, allhátt uppi í brekkun- um. Rann svolítill lækur eftir gilinu og féll hann frarn af stalli og myndaði smáfoss rétt við hreiðrið, sem var svo að segja alveg hulið bak við ætihvönn. Þegar ég nálgaðist hreiðrið sat hringdúfa í allháu birkitré skammt frá hreiðrinu (sjá 1. mynd). Var mikill dritur el'tir dúfuna á trénu og einnig svolítið af fiðri við rætur þess. Þegar ég kom að trénu sá ég af tilviljun svolítinn hvítan blett í hvannstóðinu og reyndist Iiann vera hringdúfuegg. Eggið var snjóhvítt og gljáandi, 40.0x30.1 mm að stærð eða örlítið minna en urtandaregg. í egginu var úldinn, nær fullþroska ungi, og við hlið þess í hreiðrinu lá dragúldinn ungi, sem bersýnilega halði drepist rétt eftir að hann kom úr egginu. Eins og áður var sagt var hreiðrið á klettarák og var það nær alveg hulið af hvönn. Var það gert úr grönnum birkigreinum og ófóðrað að inn- an. Ur berginu ofan við hreiðrið seitlaði vatn í sífellu í hreiðrið og hefur varpið sennilega misteki/.t af þeirn sökum. Þó var búið að vera þurrt nokkra næstu daga áður en ég kom að hreiðrinu. í byrjun ágúst kom ég aftur að hreiðrinu og sat hringdúfa þá í sama birkitrénu. í júlí þetta ár sáust í Svínafelli samtímis fjórar hringdúfur saman og auk þess tvær út af fyrir sig. Seint í september sáust lcjks fjórar hringdúfur saman ;í llugi í Svínafelli. Þetta mun vera fyrsta hringdúfuhreiðrið, sem finnst hér á landi. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort hringdúfurnar halda áfram að verpa í Svínafelli. SUMMARY Wood pigeon (Coluinba palumbus) nesting in Öræfi, SE. Iceland. by Hálfdan Bjurnsson 'J'he wood pigeon is an irregular visitor to lccland, cliielly in spring and autumn, but it ltas ncver been suspected to Itreed. In Öræfi, SE. Iceland, tlie first record of a wood pigeon goes back to 1934 but since tlien the species Jias been observcd tltere in 1935, 1937, 1938, 1942, 1945, 1954, 1958, 1959, 1961, 1903 and 1964. Most of thc records are from spring and autumn, involving one or öccasionally more ltirds. However, in 1958 one or two birds were observed in August near the farm of Svínafell, and a bird was in thc same area in June 1959. In June 1963 a bird was seen a lew times near the farm oí Kvísker and on June 23 two birds were observed there. In the period June

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.