Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 14
140 NÁTTÚRUFIí- nýjum biðli — eða jafnvel einhverjum kauðanum, sem fyrstur varð að flýja úr hildarleiknum. Þar, sem hérinn er svo mikið ásóttur, eins og hér að ofan er getið, verður viðkoman að vera mikil til þess að kynið geti haldist við. Enda er það líka svo. í Svíþjóð er máltæki sem seg- ir. — Á vorin fer hérinn út í haglendið í fylgd með einum og" kemur aftur að haustinu í fylgd með sextán. — Og talið er, að þetta láti nærri sanni, ef ekki tortímist mikið af honum. Flestir hérar gjóta oft á ári, eftir því hve sumrin eru löng og aðrir möguleikar á afkomu. í hvert sinn fæðast 3—6 ungar, kvað jafn- vel geta orðið 11. Ungarnir eru sæmilega þroskaðir, er þeir fæð- ast, enda njóta þeir lítillar umönnunar í uppvextinum. Þegar móðirin hefir karað þá eftir fæðinguna, fer hún frá þeim, vitjar þeirra að eins til þess að geí'a þeim að sjúga, eins og áður er get- ið, annars er þeirra eina vörn sú, hve líkir þeir eru jörðunni. Eins og nærri má geta, týnist mikið af þeim, áður en þeir ná. þroska. Því auk dýra og fugla, sem á sækja, farast fyrstu ung- arnir á vorin og hinir síðustu á haustin oft úr kulda og vosbúð,. t. d. í leysingum. Á ferð minni til Austur-Grænlands kynntist eg pólarhéran- um og varð mjög hrifinn af honum. Sjá grein mína í „Eimreið- inni“, H. hefti 1930. Við félagarnir höfðum öðru að sinna þá og" raáttum ekki gefa okkur við neinu öðru en því, sem ferðin var gerð fyrir. En síðan hefi eg þráð það mjög, að fá þessa héra hingað, í þeirri von, að þeir lifðu hér. Þeir eru nokkuð frá- brugðnir frændum sínum, þeim er eg hefi lýst hér að framan.. Þeir skifta t. d. ekki um lit, voru alhvítir í ágústmánuði, er við skutum þá. — Eg ætlaði að varðveita einn belg handa safninu hér, en tókst það ekki vegna þess, hve aðbúðin var slæm í skipinu. I hitteðfyrra leitaði eg hófanna um kaup á lifandi hér- um hjá norskum vetursetumönnum á Grænlandi og á heimleið- inni það sumar buðu þeir þá til sölu símleiðis, en þá var eg ekki viðbúinn að taka því boði. I fyrra veitti Alþingi ofurlitla fjárhæð til kaupa á þeim, en hvorki þá né heldur í sumar gat eg fengið þá hjá þeim. Eg vona þó, að það takist, þó síðar verði, að fá þá hingað. Frá Skandinavíu mundi vera auðvelt að fá þá hingað, og tiltölulega ódýra. Þó að þessir landnemar hafi ekki getað ílenzt hér enn, verð- ur þess vart langt að bíða að þeir nemi land á ný og verði, hér eins og annarsstaðar, öllum náttúruvinum til ánægju. (Frh.) Ársæll Árnason.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.