Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 9
NÁTTÍIRUFR. 135 mýflugum, sýnir að tilfinningin er næm. Taminn hreinn verður var við, jafnvel hvað lítið sem maður kemur við hann. Allir veiðimenn, sem nokkuð hafa komizt í kynni við hreininn í villtu ástandi, dázt að skynsemi hans, fullyrða meira að segja, að hann bregði fyrir sig kænsku —“. Hér að framan hefi eg bent á ritgerð um veiði hreindýra hér á landi. Frumstæðir þjóðflokkar, bæði í Síberíu og Norður- Kanada, sem lifa mestmegnis á hreindýrum, veiða þau mest á sundi; sérstaklega var sú veiðiaðferð algeng áður en þeir fengu skotvopn Evrópumanna í hendur. Skrælingjar í Grænlandi reka hreindýrin á sund út í firðina og ráða þar niðurlögum þeirra; þar eiga þau ekki eins auðvelt með undankomu eins og á þurru landi. Eins og áður er getið, flytja hreindýrin sig til eftir árs- tíðum. Þau fara þá jafnan sömu leiðir og forfeður þeirra hafa íarið öld eftir öld. í Norður-Kanada eru til flokkar Skrælingja, sem lifa nær eingöngu á hreindýrum, og ennfremur á laxi og hðrum vatnafiskum — þekkja alls ekki hafið og íbúa þess: seli, rostunga, hvítabirni o. s. frv. Þessir Skrælingjar þekkja vel til ferða hreindýranna. Þegar þau koma, feit og sælleg, norðan frá íshafs-strönd á haustin veiða þeir þau þar sem þau leggja til sunds yfir stórár. Eða þá að þeir flæma hóp úr ,,göngunni“ inn í nokkurskonar gildrur, með hræður á tvo vegu, sem hrein- dýrin óttast og æða í dauðans ofboði út í vötn, þar sem veiði- menn eru fyrir á hinum léttu skinnbátum sínum og drepa þau umvörpum. Þetta er ,,vertíð“ þeirra, þarna aíla þeir sér forða fyrir allt árið, ekki aðeins matar, heldur einnig klæðnaðar þar sem skinnin eru, o. s. fi'v. (Sbr. Rasmussen Den store Slæde- rejse). — Hreindýrin fara sömu leiðir og forfeður þeiri’a höfðu farið bld eftir öld. Og Skrælingjarnir hafa sömu veiðiaðferðir og for- feður þeirra hafa notað öld eftir öld. Komi hvítur maður til skjalanna, verður hann að finna upp nýjar veiðiaðferðir. Veiði- aðferðir Þingeyinga eru gerólíkar veiðiaðferðum Skrælingja. Og þegar kynlandi vor Vilhjálmur Stefánsson var á sínum merkilegu ferðum nyrzt í Kanada, notaði hann ennþá aðra veiðiaðferð. Eins og kunnugt er fór hann að því leyti öðru vísi að en aðrir norðurfarar, að hann flutti ekki matvæli með sér um þá óravegu, sem hann fór. Hann treysti á það, að ,,lifa af land- inu“, þ. e. veiðinni. Því var það honum lífsskilyrði, að veiðin mistækist ekki. Sæi hann hreindýrahóp, var það honum ekki

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.