Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 13
NÁTTÚRUFR 139 •fcitthvað uggvænt, er hann þotinn upp úr bæli sínu eitthvað þang- •að, er hann heldur sig vera tryggari eða geti frekar villt óvin- unum sýn. Annars er hann víða um heim mjög samlitur jörð- unni, á hvaða tíma árs sem er, og treystir mikið á, að hann sjá- ist ekki. Á veturna, þegar snjór er og spor hans verða rakin, gengur hann ýmsa króka áður en hann legst í bæli sitt, og stillir svo til, að hann sjái yfir sporin. Þetta gerir hann til þess að villa þá, er rekja kynnu sporin. Nálgist einhver óvinur, t. d. refur eða hundur, og fari eft- ir sporunum beint á bælið, þýtur hann upp í einu vet- fangi. Sé aftur ekki stefnt á bælið, þó að eitthvað séu rak- in sporin, liggur hann kyr og treystir því, að hann sjáist ekki. Veiðimenn kunna að nota sér þetta; verði þeir varir við héraspor og sjá, að hann muni eiga bæli í nánd, varast þeir að stefna á bælið, ganga heldur í hring, sem þeir þrengja allt af, og geta á þann hátt komist alveg að héranum. Hérar, að minnsta kosti tegundirnar í Evrópu, eru ekki fé- lagslyndir; þeir fara einförum, kemur jafnvel illa saman ef þeir eru of miklir nágrannar. Móðirin liggur ekki einu sinni hjá ung- um sínum, nema rétt á meðan hún gefur þeim að sjúga, og það -verður meira að segja að gerast í mesta flýti. Til matfanga fara þeir í hálfbirtunni kvölds og morgna, á daginn og nóttunni liggja þeir allt af viðbúnir að flýja, ef hættu ber að höndum. Aðeins í ástafarinu eru þeir meira á ki-eiki. Heldur þykir það skoplegt að sjá til héra, þegar þeir eru á biðilsbuxunum. Eins og víðast annarsstaðar er það karldýrið, sem hefur bónorðið. Hann fer á flakk, og ef hann þá hittir ein- hverja, sem hann sér að muni taka blíðu hans, taka þau til að hoppa á afturlöppunum í hring og „kókettera" hvort við annað. Komi nú annar biðill þarna að, sem oft vill verða, blossar af- brýðisemin óðar upp; biðlarnir hoppa hver á móti öðrum og taka til að löðrunga hvor annan með framlöppunum. Á þessu gengur þangað til annarhvor fer sem sigurvegari af hólmi og vill nú fá ástarblíðu unnustunnar að sigurlaunum, en hún hefir þá máske ekki reynst trygglyndari en það, að hún er horfin á braut með Héri (B. Sæm.: Spendýrin).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.