Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17
NÁTTÚKUFR. 143 þær, sem áður var hægt að ná í frá útlöndum. Mér er Ijúft að gefa þær leiðbeiningar, sem eg veit beztar, hér get eg svarað öllum í einu. Einna handhægast er auðvitað, að gefa fiskunum fóður, sem kaupa má frá útlöndum, en það er einkum þurrkaðar vatna- flær (dafníur) og mjölkennt þurrfóður í dósum. Það þykir öll- um fiskum gott, en hér á landi mun oft vera erfitt að fá það, nema þá með því að rekast í að panta það sjálfur, en það er því aðeins hægt að maður hafi erlendan gjaldeyri, og viti hvert maður á að snúa sér. En vegna þessara erfiðleika kemur það sér vel, að margt skuli mega finna, sem vel má gefa smáfiskum í vatnsbúrum, og alltaf er við hendina. Skal hér nefnt það helzta. Aðeins verð eg fyrst að minnast á nokkrar varúðarreglur, sem ailtaf verður að gæta, þegar fiskum er gefið. Fiskarnir eru fljótir að melta. Margir þeirra borða einkum tvisvar á dag, að minnsta kosti á sumrin, eins og t. d. síldin okk- ar. Því hefir reynst bezt að gefa þeim að eins tvisvar á dag á sumrin, nefnilega kvöld og morgna, en á veturna er alveg nóg að gefa þeim einu sinni á dag, eða jafnvel aðeins annan hvorn dag, einkum ef kalt er í veðri. — Margir fiskar, sem eiga heima í köldum löndum, taka litla eða enga fæðu til sín á meðan að kald- ast er í veðri, og halda þá einnig þeim vana í vatnsbúrum, ef þeir eru í köldum herbergjum. Varast verður að gefa of jnikið í senn. Fiskarnir borða sig sadda á nokkrum mínútum. Það, sem er eftir, ca. hálfri klukku- stund frá því að gefið var, verður að veiða upp úr vatninu aftur, annars rotnar það, en við rotnunina verður vatnið súrefnisminna, svo fiskarnir geta ef til vill kafnað. Bezt er að láta reynzluna kenna sér, hversu mikið fiskar þeir, er maður heíir, geta borðað í einu, við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru, og láta þá síðan hafa þann ákveðna skammt í hvert skipti. Það gerir manni einnig miklu hægra fyrir með hirð- ingu á fiskunum, ef maður þarf að bregða sér að heiman í nokkra daga, og verður að fela óvönum að gefa þeim. Áður en að heiman er farið býr maður til jafnmarga fóðurskammta, og fiskamir eiga að borða oft, á meðan maður er að heiman, þarf þá eigi annað en láta skammta í vatnið á ákveðnum tímum. Eigi skal gefa fiskunum sömu tegund fóðurs marga daga í röð, heldur skipta um fæðutegund eftir föngum. 1. Reykt síld er einkar góð fæða, en gæta verður þess vand- lega að gefa ekki of mikið af henni í einu, því ef leyfar safnast.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.