Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159
............................................................
Nú er til áhald, sem heitir ljósbrjótur. Það er málmplata, með
mjög fíngerðum bylgjum og skorum, svo smáum, að 800 geta ver-
ið á hverjum millimetra. Þessar bylgjur endurkasta einnig ljós-
inu og dreifa því um leið, þ. e. „sortera" bylgjurnar eftir lengd,
alveg eins og hægt er að síja sand frá möl gegnum sáld. En eftir
endurkasti hinna lituðu geisla er hægt að mæla bylgjulengd þeirra,
og það kemur þá upp úr kafinu, að rauða ljósið hefir mesta bylgju-
lengd, nefnilega 0.0007 millimetra. Næst kemur rauðgula ljósið,
með dálítið minni bylgjulengd, en minnstar (stytztar) bylgjur hef-
ir fjólubláa Ijósið.
Hljóðið er einnig bylgjur, en af öðru tagi en ljósbylgjurnar.
Hljóðbylgjurnar geta eins og kunnugt er aðeins borist í einhverju
efni, t. d. lofti, en á hinn bóginn kemst sólarljósið gegnum himin-
geiminn, t. d. frá sólinni til jarðarinnar, þótt þar sé ekkert það,
sem við köllum efni. Hljóðbylgjurnar eru miklu lengri en ljós-
bylgjurnar, um milljón sinnum lengri. Ef við hugsum okkur ljós-
bylgju, sem væri aðeins einn sentimetri á lengd, þá væri „sam-
svarandi" hljóðbylgjulengd eins og frá Reykjavík til Hafnarfjarð-
ar. Ef við minnumst þess, að mismunandi tónar svara til hljóðs
með mismunandi bylgjulengd, og mismunandi litir til ljóss með
mismunandi bylgjulengd, þá getum við líkt tónum við liti. Mesta
bylgjulengd, sem við skynjum, rautt ljós, svarar þá til mestu
bylgjulengdar, sem við heyrum sem tón, þ. e. dýpsta tóninn, sem
eyrað skynjar sem tón, og ekki sem einstök högg. Tónarnir í átt-
undinni eru sjö (C, D, E, F, G, A, H), og þeir svara til hinna sjö
lita í ljósrofinu, rautt—fjólublátt. Ljósrofið getum við þá einnig
kallað áttund, litaráttund. En sá er munurinn á skynjanasviði
mannsins á ljós og hljóð, að augað skynjar aðeins eina áttund
lita, en eyrað skynjar sjö áttundir af tónum.
Við nánari rannsókn kemur það í ljós, að í sólarljósinu eru aðr-
ar áttundir af „litum“, eða „ljósi“, sem við sjáum ekki, vegna
þess, að bylgjulengd þess er annað hvort of stutt (styttri en
bylgjulengd fjólubláa ljóssins) eða svo löng (lengri en bylgjulengd
rauða ljóssins), að augað skynjar hana ekki. Þannig eru til geisl-
ar, sem hafa styttri bylgjulengd en fjólubláa ljósið, últra-fjólu-
bláu geislarnir, augað skynjar þá ekki, en áhrifa þeirra gætir á
ljósmyndaplötu, sem að þessu leyti er fullkomnari en nethimna
augans. En á sérstakar ljósmyndaplötur er einnig hægt að
ná geislum, sem hafa lengri bylgjulengd en rautt, það eru
hinir svonefndu infra-rauðu geislar. Á slíkar plötur er hægt