Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 32
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliliiliiilllillilliiliiiiiliiliilliliHiiiiiiiiiinii loft að líffærunum í bruminu, sýgur það óðara frá þeim vatn- ið, og þau visna þá og deyja von bráðar, svo að tréð getur hvorki borið blöð né blóm næsta sumar. Á þeim fáu trjám og runnum, sem hér vaxa, eru brumknapp- arnir varðir gegn þurrkum þannig, að um þá eru brumhlífar, sem einkum eru til þess gerðar að varna útgufun. Á víði er aðeins ein brumhlíf um hvert brum, en á öllum öðrum norrænum trjá- tegundum eru tvær eða fleiri. Alltaf falla brumhlífarnar ágæt- lega saman og takmarka brumið vel út á við til allra hliða og lykja fast um það. Auk þess að brumhlífarnar mynda einskonar brynju um hið unga brum, eru þær að ýmsu leyti þannig úr garði gerðar, að þær varna útgufun, ekki sízt yzta sellulagið í þeim, hin svonefnda yfirhúð. Einkum hún er þannig úr garði gerð, að loft og vatnsgufa á mjög erfitt með að komast í gegnum hana. Af því leiðir, að loftforði sá, sem er inni í bruminu, undir brum- hlífinni, endurnýjast mjög treglega, og getur því ekki tekið í sig nema mjög lítið af vatni frá líffærum brumsins. Ennfremur verður að athuga það, að allir hlutar brumsins eru mjög smá- vaxnir og liggja mjög þétt saman, svo að yfirborð þeirra út á við verður mjög lítið, en einnig vegna þess er þeim síður hætt við útgufun. Annars eru brumhlífar ýmissa trjáa að ýmsu leyti sér- staklega útbúnar til þess að halda vatni í bruminu. Margar eru til dæmis hærðar að utan, aðrar eru þaktar límkenndum efnum og ýmsar aðrar ráðstafanir getur náttúran gert til þess að halda lífi í bruminu. Auk þess, sem hér hefir verið getið um gerð og gildi brumhlíf- anna fyrir tréð, má bæta því við, að tilraunir hafa verið gerðar til þess að sýna hvers virði þær eru. Er það einkum Ameríku- maðurinn Wiegand, sem slíkar rannsóknir hefir haft um hönd. Hann gerði samanburð á útgufun frá brumi, sem um sig hafði óskertar brumhlífar, og brumi, sem brumhlífarnar höfðu verið teknar af. Bæði brumin voru höfð við sama hita, eða réttara sagt sama kulda, því að bæði urðu að sæta 7—18 gráða frosti og þola það í þrjá daga. Það kom þá í ljós, að brumin, sem svipt höfðu verið brumhlífunum, höfðu létzt um þrjátíu og þrjú prósent, eða með öðrum orðum um nákvæmlega einn þriðja hluta, en þau, sem brumhlífar höfðu, höfðu aðeins létzt um núll komma fjögur pró- sent, en af því verður séð, að verjulausu brumin höfðu tapað áttatíu sinnum meira af vatni en hin. Áður var það almenn skoðun, og því hefir meira að segja ver-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.