Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 46
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
nokkra þekkingu til brunns að bera í náttúrufræði, þá myndu
þeir ekki taka ritgjörð um aborra, vatnafisk, sem á heima úti í Ev-
rópu, og breyta aborranum í karfa. Þá myndu þeir ekki birta mynd
af gráspör, þar sem á að vera snjótittlingur, mynd af akurhænu,
þar sem á að vera rjúpa, mynd af hnúðsvani, þar sem á að vera
söngsvanúr (eða söngvasvanur, eins og þeir nefna hann), mynd
af söngþresti, þar sem á að vera skógarþröstur, o. s. frv. •— Ef
þeir hefðu tileinkað sér það „andrúmsloft“, sem ríkir í hinni lif-
andi náttúru, þá þyrftu þeir ekki að gera dýrin að sérvizkukerl-
ingum, eins og þeir gera t. d. hrafninn og síldina, til þess að láta
börnin finna samúð með þeim. Ef þeir vissu hve margar tegundir
af mannöpum eru til í heiminum, nefnilega þrjár og aðeins þrjár,
þá myndu þeir ekki hafa tekið tvær tegundir mannapa sem
„dæmi“ um þrjá mannapa, og sama máli er að gegna með selina,
sex tegundir eru nefndar sem „dæmi“ um þessar sjö, sem komið
geta til íslands. Fram hjá mörgum þessum skerjum hefði þó ver-
ið hægt að synda, ef þýðendurnir hefðu skilið sænskuna, sem þeir
voru að þýða úr. En það er öðru nær en svo sé. „Denna vágen“
þýða þeir t. d. með „hérna megin“, enda þótt setningin verði þá
með öllu óskiljanleg. „01ika“ þýða þeir með „mismunandi“ eða
„ólíkir“, enda þótt það standi sem áherzluorð, t. d. „olika slags“.
Og sumstaðar skilja þeir ekki sænska tekstann, eins og t. d. þeg-
ar þeir eru að skrifa um síldina.
Líklega hefði eg reynt að leggja skyldu mína á hilluna og þegja
um þessa ritsmíð, ef ekki hefði verið von á þremur í viðbót, og
ef ekki hefði verið sett kórónan á verkið með því að láta barna-
skólana í Reykjavík kaupa mörg eintök af þessu hneyksli. Hvern-
ig reynist fræðslumálastjórn landsins trausti foreldranna, þegar
slíkar skrípamyndir af náttúrunni eru hengdar á veggi skólanna ?
Hver ber ábyrgðina?
Árni Friðriksson.