Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171
.....................
jörðin sé gaddfrosin, geta þó plönturnar aflað sér nokkurs vatns,
en vitanlega af mjög skornum skammti. Á veturna eiga því plönt-
urnar ákaflega örðugt með að afla sér vatns. Þetta geta þær plönt-
ur, sem ,eg hefi nefnt, þó sætt sig nokkurn veginn við,
vegna þess að jarðvegurinn sjálfur eða snjórinn hlífir þeim gegn
útgufun. Öðru máli er að gegna með trén, sem gnæfa hátt í loft
upp. Stöðugt næðir meira eða minna þurr vetrarvindur um stofn
þeirra og greinar, stöðugt verða þau að sjá af nokkru af vatns-
forða sínum út í loftið, og sannað hefir verið með tilraunum, að
útgufun á sér stað, að minnsta kosti hjá sumum tegundum trjáa,
í allt að því tíu stiga frosti.
Gegn þeirri miklu hættu, sem gróðrinum stafar af vatnstapinu
í vetrarþurrkunum, eru lauftrén prýðilega úr garði gerð, því að
þau skrýðast vetrarhjúp, sem gerir þeim fært að minnka útgjöld-
in að stórum mun. Þegar trén fella blöðin á haustin, varpa þau
nefnilega burt þeim líffærum, sem fremur öllum öðrum hlutum
plöntunnar hafa þann starfa á hendi að veita vatni út úr líkam-
anum. Yfirborð líkamans verður mörgum sinnum minna, en það
var þegar allt laufið stóð í fullum blóma, en að sama skapi minnk-
ar hættan á því, að tréð visni vegna vatnsskorts. Þegar öll blöðin
eru fallin til jarðar er aðeins stofninn og greinarnar eftir af ofan-
jarðarlíffærum trésins, og náttúran kann ýmsar ráðstafanir til
þess að verja bæði stofn og greinar gegn vatnstapi. Þannig er
stofninn sveipaður þykkum korki, og jafnvel hinar minnstu og
óþroskuðustu greinar hafa um sig korklag í berkinum. Og svo vel
er um hnútana búið, að jafnvel sárið eftir blaðið, sem féll til jarð-
ar, klæðist von bráðar korki, svo að eigi saki tréð vegna útguf-
unar gegnum það. En bezt af öllum líffærum trésins er þó brum-
ið varið. Ef við skerum brum í sundur og skoðum það í góðu
stækkunargleri eða undir smásjá, komum við auga á fjöldann
allan af örsmáum blöðum, sem liggja hvert utan um annað, ýmsa
vegu bogin og brotin, en þó nokkuð reglubundið, eftir því um
hvaða tegund er að ræða. Blöðin eru svo smá, að erfitt er að
greina þau hvort frá öðru, jafnvel erfitt að sjá þau. I sumum
brumknöppunum eru einnig vísar að ofurlitlum blómum. Þessi
líffæri trésins, sem fólgin eru í bruminu, eiga að skapa því viður-
væri á komandi sumri, án þeirra má það sín einskis í samkepppn-
inni við önnur tré, án þeirra getur það ekki aukið kyn sitt og
ekki vaxið, — það er með öðrum orðum lífsskilyrði fyrir tréð,
að varðveita brumið eins vel og tök eru til, því að komist þurrt