Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 42
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllll.IIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.Illlllllllllll.Illllllllllllll Komudagar og fardagar nokkurra fugla aíS Kvískerjum á BreitSamerkursandi og aíS Fagurhólsmýri í Öræfum árin 1934 og 1935. Skúmur Catharacta s. skua) sást fyrst í Kvískerjum þ. 25. marz 1934. Frá Fagurhólsmýri varð fyrst vart við hann í ár (1935) ca. 30. marz. Kjói (Stercorarius parasiticus) kom að Kvískerjum þ. 27. apríl 1934, sást þar síðast í ár (1935) þ. 26. september. Kría (Sterna macrura) kom að Kvískerjum þ. 11. maí 1934, en að Fagurhólsmýri þ. 5. maí það árið. Hún sást síðast í Kví- skerjum þ. 27. sept. 1935. Skógarþrestir (Turdus musicus coburni) sáust í Kví- skerjum þ. 29. marz 1934. Máríuerla (Motacilla a. alba) kom að Kvískerjum þ. 29. apríl 1934. Fardagur hennar frá Fagurhólsmýri 1935 var þ. 14. október. Þúfutittlingur (Anthus pratensis) kom að Kvískerjum þ. 30. apríl 1934. Fardagur frá Fagurhólsmýri 1935 var þ. 20. október. Steindepill (Oenanthe oenanthe) kom að Kvískerjum þ. 1. maí 1934. Gæs (Anser sp.) sást í Kvískerjum þ. 17. apríl 1934. Lóa (Pluvialis apricarius altifrons) sást fyrst í Kvískerjum þ. 17. apríl 1934. Að Fagurhólsmýri kom lóan þ. 30. marz 1935. Hrossagaukur (Capella gallinago faeroensis) kom að Fagurhólsmýri þ. 30. apríl 1935. Lóuþræll (Erolia a. alpina) kom að Fagurhólsmýri þ. 12. maí 1935. S a n d 1 ó a (Charadrius hiaticula) kom þangað einnig þ. 12. maí 1935. Ó ð i n s h a n i (Phalaropus lobatus) kom að Fagurhólsmýri þ. 28. maí 1935. Farfugla verður að því er virðist fyrr vart á vorin á Fagur- hólsmýri en í Kvískerjum, og varpið byrjar allt að því viku fyrr í Öræfum en austur á Breiðamerkursandi. (Úr bréfi frá hr. Sig. Björnssyni, Kvískerjum, dags. þ. 26. okt. 1935). M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.