Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 48
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiimiiiiiiiiiiiimiiimiiimimmimiiimmmmiiimimmiimiiiiiiiimmiiimmiimmmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii takmörkin sett við 300 faðma. Seinna rannsökuðu frægu, norsku feðg-arnir, M. Sars og G. O. Sars, hafbotninn í fjarðardjúpum Noregs, og fundu auð- ugt dýralíf á 450 metra dýpi. Þó féll ekki gamla kenningin um koll fyrr en árið 1860, þegar varð að draga 40 sjómílna langan símastreng í Miðjarðar- hafinu upp af 1200 faðma dýpi, til þess að gera við hann. Það kom þá í ljós, að strengurinn var alþakin af hinum undursamlegustu dýrum, kóröll- um, skeldýrum, o. s. frv., sem áður voru óþekkt. Árið 1872 hófst hinn fyrsti og ef til vill einnig frægasti hafrannsókna- leiðangur heimsins, það var Challenger-leiðangurinn, sem Bretar gerðu út. Reyndar höfðu áður verið gerðar minni háttar tilraunaferðir. Ferðin byrjaði 21. des. 1872, og henni var lokið 25. maí 1876. Skipið hafði þá farið víða um höf jarðarinnar, og lagt 70,000 sm. að baki. Parlamentið hafði veitt 4 milljónir króna til þessa fyrirtækis. Gögn þau, sem safnað var til rannsókna í þessum leiðangri, voru svo mikil og margbrotin, að vísinda- menn ýmissa þjóða, víðsvegar um lönd, urðu að taka saman höndum til þess að vinna úr þeim, og því var ekki lokið fyrr en eftir mannsaldur. En þá var líka búið að prenta um 30,000 blaðsíður með litmyndum, kortum og töflum í stóru broti, um ferðina. Þarna var komin „biblia hafrannsóknanna“. Meðalárshitinn syðst á Grænlandi er aðeins 0.5 stig, við Upernivík er hann -f-9.0 stig, við Thule -^-13, og nyrzt, sem menn hafa dvalið, einnig að vetrarlagi, er hann -^-20 stig. Úrkoman er minni, eftir því sem norðar dreg- ur, eins og sjá má meðal annars á því, að á S-Grænlandi er úrkoma jafn- aðarlega 150 daga á ári, en við Thule aðeins 71 dag. Mjaldurinn er hið mesta nytjadýr við hin köldu íshafslönd, þar sem hann á heima. Hann er þar í stórum torfum við strendurnar, t. d. Vestur- Grænland, og er þá rekinn inn í firði, vikur og voga á mótoi'bátum. Þarna er torfunni haldið, unz dýrin eru að velli lögð (sbr. marsvínaveiðar). Skinn- ið er eftirspurð verzlunarvara, og kjötið gott til manneldis. Hinn heilagi steinn Múhameðstrúarmanna í Mekka er talinn vera víga- hnöttur. Hann er um tvo metra á hæð, og um hann gengur sú saga, að hann hafi fallið til jarðar sem glórauður gimsteinn, en orðið svartur, þeg- ar hann nam staðar, vegna synda mannanna á jörðinni. Niðri í sævardjúpinu lifa aðeins dýr. Flest þeirra eru að mörgu leyti mjög frábrugðin þeim dýrum, sem eiga heima á grunnsævi, kring um lönd- in, og það, sem mestri breytingu veldur í útliti og lifnaðarháttum þessara sævarbúa, er einkum tvennt: Eftir því, sem lengra dregur niður, minnkar ljósið, þangað til það loks hverfur að fullu, en þrýstingurinn vex jafnt og þétt.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.