Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 .........................................mmmmmmmmmmi Gíraffi á vörubílnum. Þegar raaður kemur í dýragarða stóru borganna, og dáist að dýrunum, sem þar eru, dettur manni ef til vill ekki í hug, hve mikla erfiðleika það hefir kostað, að afla þeirra, langt burtu, í fjarlægum löndum, þar sem er hið „vilta“ heimkynni þeirra, og flytja þau til álfunnar. í bókum þeirra manna, sem um slíkar veiðiferðir skrifa, gefur að lesa hinar skemmtilegustu lýsingar á dýraveiðunum, og erfiðleikum þeim — og hættum —, sem þeim fylgja. Eg er hræddur um, að fólkinu hérna á okkar fáskrúðuga fs- landi, myndi verða starsýnt á gíraffa, sem stæði á vörubílspalli, á ferðalagi um landið. Þetta má sjá í heimkynnum gíraffans, þar sem að verið er að veiða hann handa dýragörðunum í Evrópu. Dýragarðarnir gera út af örkinni mikla leiðangra, til þess að ná í dýr fjarlægra landa, einkum stóru dýrin, sem ekki eru gripin með tómum höndum. Eftir því sem mér hefir skilist, eru það helzt ungviðin af stóru dýrunum, sem verða fyrir „valinu“, og ástæðan er sennilega ofur einföld, nefnilega sú, að fullorðnu dýrin er lítt mögulegt að vinna, nema leggja þau að velli. Dr. Lutz Heck, sem farið hefir til Afríku til þess að ná í dýr fyrir dýragarðinn í Berlín, segir skemmtilega frá gíraffa- veiðum í Afríku í bók sinni: „Aus der Vildnis in den Zoo“ (Berlin, 1930). Menn fóru ríðandi á fráum hestum að gíraffahjörðinni, og þegar dýrin tóku til fótanna, þreyttu hestarnir hlaup við þau og dróu þau uppi, einkum þau, sem ennþá voru ung og óþroskuð. Mennirnir, sem sátu á hestunum, brugðu leðursnöru um hálsinn á gíröffunum og drógu grímur á höfuð þeirra, til þess að þau skyldu ekki hræðast, einkum hljóðið í vörubílnum, sem átti að flytja þau í kvíarnar, þar sem þau voru geymd, þangað til lagt var af stað til Evrópu. Gíraffarnir, sem þeir veiddu, voru 2—3 metrar á hæð, og höfundurinn gizkar á, að þeir hafi verið frá 6 til 9 mánaða gamlir. Einn daginn fengu þeir þrjá. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.