Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 18
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiininniiimininiiniiiniKnnnmimnumm^
Útvarp — hljóð — Ijós — Röntgengeislar.
HvaS er tilveran í raun og veru annaS en bylgjur? Er ekki líf
mannsins ein einasta mikil sveifla frá lægsta byrjunardepli æsk-
unnar upp aS toppi þeirrar fullkomnunar, sem einstaklingurinn
nær, og svo aftur niður á við, þangað til bernskustiginu er náð í
annað sinn? Þegar við skynjum hljóð, verður það fyrir bylgjur,
sem berast eyranu gegnum loftið. Ef við sjáum hlut, eru aftur
bylgjur á ferðinni, ljósbylgjurnar. Lítum við á blett með dögg-
votu grasi, þegar sól er á lofti, glitra daggarperlurnar á stráun-
um í mörgum, undurfögrum litum. En þegar ský gengur fyrir
sólina, hverfa litirnir þegar í stað, og eftir verður aðeins grár,
lítilfjörlegur vatnsdropi.
Litargeislarnir, sem berast auganu frá daggardropanum, hljóta
því að koma frá sólinni. Leið þeirra liggur fyrst til daggardrop-
ans og svo frá honum til augans. Af þessu sjáum við að í sólar-
Ijósinu eru litirnir, sem við þekkjum svo vel úr daglega lífinu.
Þegar bylgjur koma úr einu efni í annað, skipta þær stefnu á
takmörkum efnanna. Þannig t. d. ljósbylgjur, sem koma í gler
úr lofti. Ef við höfum þrístrent gler, eins og þjalarblað í laginu,
og látum sólarljósið falla á eina hlið þess, breyta ljósbylgjurnar
stefnu, þegar þær fara í gegnum glerið, þær brotna, en mismun-
andi mikið, eftir því hvaða bylgjulengd þær hafa. Þegar ljósið
hefir farið í gegnum glerið er það greint í liti, sem við getum
látið falla á spjald, og þessir litir eru ávallt í ákveðinni röð í hlut-
falli hver við annan. Látum við ljósið brotna þannig í glerinu, að
litirnir liggi lárétt, hver við annars hlið, verður annars vegar
rautt einn litur, þá rauðgulur, gulur, grænn, blár, indígó-blár og
fjólublár. Þessi litaröð, sem kemur fram við það, að hinar mis-
munandi bylgjulengdir í sólarljósinu greinast í sundur, kallast
litrof, og áhald það, sem einkum er til þess notað að brjóta ljósið
á þennan hátt, heitir litsjá (Spektroskop).
1 sólarljósinu eru þessir litir, sem að ofan voru nefndir. En við
getum athugað hvaða litir eru í ljósi, sem endurkastast frá hvaða
hlut sem er. Það kemur þá í ljós, að nærri því hvaða efni sem er
hefir sitt sérstaka ljósrof, þ. e. a. s. Ijós, sem það sendir frá sér,
hefir ákveðna liti, alltaf í sömu röð, þegar ljósið er brotið eins
og í litrofi sólarinnar.