Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 3
Björn J. Blöndal frá Stafholtsey: Fuglalíf í Borgarfirði. Fuglalíf Borgarfjarðar er auðugt og tiltölulega margar fugla- tegundir liafa tekið ástfóstri við þennan hluta landsins. En þegar ég skrifa um fuglalíf Borgarfjarðar vil ég geta þess, að þekking min á þessum efnum er mjög takmprkuð. Auk þess þekki ég fuglalífið aðeins á tillölulega litlu svæði, og verð þvi að sleppa sjófugluuum að mestu. Þessar línur eiga ekkert skylt við visindi en eru ómbrot liðinna daga — að mestu minningar, sem horfnir vinir hafa sagt mér frá að loknum veiðiferðum, ásamt því er mér hefir auðnazt að sjá sjálfur í hinni lifandi náttúru. Hrafn er algengur. Bláhrafn sást að Sarpi í Skorradal 1910. Ölafur Guðmundsson og Húnbogi sonur hans sáu hann. Enn- fremur skaut Davíð Björnsson að Þverfelli i Lundareykjadal bláhrafn nú fyrir fáum árum. Kráka sést hér öðru hvoru. Stari sést hcr við og við. Auðnutitlingar kom í stórhópum frostavet- urinn mikla 1!)18 niður í lágsveitir Borgarfjarðar, var hann mjög spakur og mátti stundum taka hann í lófa sinn. Grunur minn er sá, að liin ægilegu norðanveður hafi hrakið hann úr aðal- Iieimkynnum sínum, hirkiskógum norðanlands. Nú verpir hann í Fitjahlíð, Varmalækjarskógi, Hvitársíðu og sjálfsagt víðar. Sésl á hverjum vetri í lágsveitum, en var afar sjaldgæfur þar fyrir 1918. Snjótitlingur algengur. Þiifutitlingiir algengur. Maríuerla er algeng, þó eru varla nema ein hjón, sem að stað- aldri eiga heima á hverjum hæ. Ár eftir ár virðast sömu fugl- aruir vitja hreiðra sinna og eru mjög spakir. Fyrir mörgum árum fundu lítil börn maríuerluhreiður. í hreiðinu voru 5 ungar, ósjálfbjarga með öllu. Fyrst í slað var móðirin hrædd, en smám saman varð hún spakari. Börnin færðu ð

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.