Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 Svo drógu þau það að landi. Rcll hjá bænum í Staflioltsey geng- ur gamall túngarður út í síkið og myndar vikur beggja vegna. Inn í aðra víkina drógu hjónin hreiðrið sitt, með fjórum eggj- um í. Það létti slarf þeirra að hátt var í síkinu og sef líll vaxið. Morguninn eftir var komið ógurlegt rok, en öldurnar brotn- uðu á túngarðinum gamla, svo eggin sakaði ekki. Ekki fluttu flórgoðarnir hreiðrið i burtu aftur í þetta sinn. En það ger.ðu þcir í annað sinn, er líkt stóð á og höguðu séi’ í öllu líkt og áður. Ekki hefi ég séð þetta sjálfúr, en hefi fvrir mér orð þeirra manna, er ég trúi betur en sjálfum mér. Einu sinni vakti drengur yfir lúninú. Ivlúkkan fjögur átli liann að reka fé og hesta nokkuð langan veg l'rá hænum og hátta síðan. Fólk reis snemma úr rekkju og anpaðist vörzluna eftir það. A hótma i síki einu áttu flórgoðar egg. Hóhninn var ekki nema tæpt fel á Iivern veg. Sá var siður drengsins að tieim- sækja þau hjónin er leið lá framhjá, en það var nálega á hverri nóttu, er tiann rak fénaðinn frá túninú. A nóltunni eru fuglar yfirleitt sj)akari en á daginn. Helgi og friður eru einkenni hinn- ar björtu, norrænu nætur, þó þar geti brugðið frá venju. Eina nóttina, er drengurinn nálgaðist sikið, sá bann að veiðibjalla sveimaði yfir breiðrinu. En jafnskjótt og hún lækkaði flugið og bjóst lil að grípa eggin, lirökk hún lil baka. Drengurinn hraðaði för sinni sem mest hann mátti, og þegar liann kom nær sá hann að flörgoðarnir höfðu nefin aðeins upp úr vatn- inu, en jafnskjótl og veiðibjallan ætlaði að gri]>a eggin, hopp- uðu þeir up]) og reyndu að höggva óvininn. En þetta var ójafn leikur. Flórgoðarnir mæddusl og senni- legá hefðu þeir beðið lægri lilnt, ef drengurinn tiefði ekki Jijálpað þeim. Hann henti hnausum og öllu er liann náði í átl- ina til veiðibjöllunnar, og loks flaug lum burl og scltist á síki rétt hjá, cins og hún væri aðeins að bíða eftir tækifæri til að hefja leikinn að nýju. Svö leið og l>eið og fólk kom á fætur. Túnið var fullt af l'é, þvi varzlan hafði gleymst. Og sá er cndir sögunnar að veiðihjallan fétl fyrir skoti þess manns, er gjarna vitdi vernda þá veikari. En var það ímyndun ein að i hinum undurfögru brestandi augum ræningjans mælti sjá undrun eina, en enga hræðsln við hið óþekkta — dauðánn? Æskuvinur minn. Ég er hræddari um þig i lífsbaráttunni en flesta þá fugla er ég þekki. Þú átt enga söngrödd, sem getur verndað þig i sambúðinni við manninn. í lífsvenjum þínum og eðli. eru óvenjulegar hættur fólgnar. Og ef til vill bíða þín

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.