Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 89 þensla vatnsins o« liitabrigðin, flýta mjög fyrir áhrifum kem- isku kraftanna, á þann hátt, að auka heildaryfirborð siein- anna, inn leið og þeir springa. Og í sameiningu eiga þessi öfl öll, mestan þátt i myndun jarðvegsins, er gróður land- anna lil'ir i. Ingóifur Davíðsson : Austan af Síðu og Mýrdalssandi. í lok júlímánaðar 1943 fór eg aústur á Síðu í jurtaleit. Kom um kvöldið að Kirkjubæjarklaustri og liéll áfram austur að Tevgingalæk á Brunasandi morguninn eftir. Þoka var i lofti og úðaregn. Nrar grátt og svart hraunið ömurlegt á að líta. Btrrinn Teygingarlækur stendur á tungu milli liraunálma, en fyrir neðan eu gróið, óljrunnið land allt út að sjávar- söndum. Hraunin eru orðin mjög mosavaxin og liafa gróið alhnikið síðustu áratugi, að sögn bændanna þarna. Grámos- inn myndar þykka og mjúka áhreiðu ofan á ósléttu apal- hrauninu, svo að viðasl er mjúkt undir fæti. Minna m'un nú heitl í hraunið, en áður var og eru víðihríslur óðum að ná þar fótfestu. Hér og hvar standa svartar hraunnyblmr upp úr mosabreiðunni, en grái mosaliturinn er samt rikjandi, með grænum blettum á stangli. Eru loppar eða smábreiður af krækilyngi hér og hvar og mógljáandi Jnirsaskeggs- og móa- sefsbletlir. Gráloðnir hrúskar af loðvíði og gvávíði sjást á stangli. Iunan um er talsverður slæðiugur al' vingium, einkum á flötum liraunblettum. Viðirinn vex helzt í lægðum, og er ijónslöpp víða fylgifiskur hans. Köldugras, tóugras og liðfætla eru algeng i liraununum. Vex tóugrasið hclzt í gjám og gjót- um, en utar, þar sem sól nær betur til, taka liðfætlan og köldu- grasið við. Nokkrar bláklukkur sá eg i einni sprungunni aust- an við Teygingalæk. Aðrar helztn hraunjurtirnar eru: Hær- ur, blásveifgras, kjarrsveifgras, lógresi, língresi, bugðupuntur, hlóðberg, smjörlauf, hvítmaðra, gullmura, geldingalmappur; 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.