Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 4
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kvæmt skilgreiningu þeirri, er hér ier á eftir og brýtur að þessu leyti
dálítið í bága við almenna málvenju. Annars verður hér haldið
hinni gömlu ilokkun í bergvötn og jökulvötn.
I. Bergvötn
Eins og áður er getið, eiga bergvötnin upptök sín í jarðvatninu.
begar kemur niður í visst dýpi í jörðu, er liver liola eða gluía og
Iivert millibil milli jarðvegsagna fyllt vatni, sem sigið hefur í jörð
niður. I’etta er jarðvatnið. Yfirborð þess, jarðvatnsjlötur, er marka-
flöturinn milli vatnsósa bergs og bergs með loftfylltum glufum. (Að
hætti jarðfræðinga er hér allt elni jarðskorpunnar kallað berg, einnig
hin efstu lausu jarðlög og jarðvegurinn.) Þegar brunnar eru grafnir
eða holur boraðar í jörðina, stendur vatnið í þeim jalnhátt jarðvatns-
fleti. Allir vita, að mjög er misdjúpt að grafa til vatns á ýmsum stöð-
um. Sums staðar liggur jarðvatnsflötur tugi metra í jörðu, en á
votlendi, t. d. mýrum, fellur hann því sem næst saman við yfirborð
jarðar, og við strendur sjávar, stiiðuvatna og vatnsfalla sker hann
hið fasta yfirborð og lieldur áfram í vatnsfletinum. Smns staðar þar,
sem jarðvatnsflötur sker jarðarylirborðið, streymir jarðvatnið fram
undir beran himin. Þar myndast uppsprettur, öðru nafni lindir.
Einnig er misdjúpt á jarðvatninu á ýmsum tímum á sama stað. í
vætutíð og leysingum grynnkar á því, en í þurrkum og frostum
lækkar jarðvatnsflöturinn. Jarðvatnið er einn liðurinn í luingrás
vatnsins: Lindir eyða af því í sífellu og nokkuð getur gufað upp, en
j^að endurnýjast af regni og leysingarvatni. Hækkun og lækkun jarð-
vatnsflatar er þess vegna undir |tví komin, hvorum veitir betur. Hér
á landi mun yfirleitt grynnst á jarðvatninu á vorin, er snjóa hefur
leyst.
Jarðvatnsfleti hallar víðast hvar í sömu átt og ylirborði landsins,
en yfirleitt miklu minna, ]jví að alla jafna er dýpra á honum á hæð-
um en í lægðum. Jarðvatnið streymir jafnt og |>étt undan hallanum,
en afar hægt að miða við yfirborðsvatn vegna núningsviðnáms berg-
ins, sem )>að verður að síast í gegnum, venjulega eftir óteljandi hár-
ffnum smugum. Auðvitað verður þetta rennsli að öðru jöfnu því
örara sem bergið er gljúpara (glufóttara) og því tregara sem ]>að er
]>éttara (samfelldara).
Gerð bergvatna er fyrst og Iremst komin undir háttum jarðvatn-
ins, sem kemur fram í upptökum þeirra, en hættir jarðvatnsins undir
berginu, sem ]>að seytlar um, einkum þéttleika þess. Þess vegna er