Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
óhjákvæmilegt að athuga jarðmyndanir á vatnasviði áa til þess að
skilja og skýra eðli þeirra.
Mjög skiptir í tvö horn um joéttleika íslenzkra jarðmyndana. Hin
efstu lausu jarðlög, sem myndazt hafa eftir ísöld, t. d. möl, sandur
og jarðvegur, eru yfirleitt gljúp. Rigningar- og leysingarvatn sígur
tiltölulega fljótt niður í jiau, og jarðvatnið hefur skamma viðdvcil í
þeim, áður en það kemur aftur fram í líki ujipsprettu eða sígur dýpra
niður. Einhvers konar laus jarðlög jiekja megnið af yfirborði lands-
ins, en eru yfirleitt þunn, og mjög víða standa berar klappir upp úr
jieim, einkum á hæðum og í brattlendi. Þar sem jiessi lög hvíla á
gljúpu, föstu bergi, hafa jiau lítil álu if á jarðvatnið, því að jiað hefur
joá lengsta viðdvöl dýpra í jörðu. En jiar, sem undirlagið er Jiétt,
streymir jarðvatnið að mestu leyti um lausu jarðlögin. Hin lausu
jarðlög eru í öllum landshlutum og ekki svo mikill munur á út-
breiðslu þeirra frá einu vatnasviði til annars, að nokkru verulegu
valdi um gerð stórra vatnsfalla. Lækir draga aftur á móti dám af
þeim, eins og síðar verður vikið að nánar. En miklu meira máli
skiptir þéttleiki hins grjótharða undirlags, klapparinnar eða berg-
grunnsins, sem hinar jjunnu myndanir ungra og gljúpra jarðlaga
hvíla á.
Hraun, sem runnið hafa eftir ísöld, eru mjöggljúp. Jafnvel í mesta
úrhelli hverfur vatnið í þau jafnóðum og Jjví rignir niður. Hinar
unglegu, brúnu eða svörtu þursabergsmyndanir, sem að öllum
líkindum hafa hlaðizt upp í jarðeldum á síðara hluta ísaldar, eru
einnig gljúpar. Á kliippum úr slíku bergi standa regnpollar sjaldan
lieilt dægur, bergið sýgur þá ört í sig. Yngstu grágrýtisspildurnar,
sem eru líkar móbergsmyndununum að aldri eða yngri, eru einnig
illa vatnsheldar, þó mun skár, en hraunið og móbergið.
Aftur á móti eru elztu bergmyndanir landsins (bæði tertíerar og
árkvarterar) miklu þéttari (þótt þær séu raunar ekki heldur algerlega
vatnsheldar). Tiltölulega mjög lítill hluti úrkomuvatnsins síast niður
í þetta berg. Langmestur hluti jiess rennur burt undan hallanum í
hinum efstu lausu jarðlögum eða alveg ofanjarðar í smálækjum.
Lekar bergtegundir af jn í tagi, sem hér var um getið, mynda stór
svæði berggrunnsins á Suður- og Suðvesturlandi, á Miðhálendinu
og í Þingeyjarsýslu. Eitt einkenni þessara svæða — annað en berg-
tegundirnar — er, að jxiu eru þurr eða vatnslaus. Allur Suðurkjálk-
inn í Gullbringusýslu er þurrt svæði og sömuleiðis fjallgarðurinn
upp af honum austur að Þingvallavatni. Norðaustur af Þingvalla-
s*