Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 10
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN veldlega neðar. Með þessu er sýnt, að ársmeðalhiti Sogsins og Laxár er meiri en venjulegra lindáa, enda liala líffræðilegar rannsóknir leitt í Ijós, að þessar ár eru frábærlega auðugar að gróðri og dýralíti. Þá er næst að ræða urn þau bergvötn, sem koma upp á svæðum þéttra bergmyndana og betur vatnsheldra. En þannig er berggrunn- urinn um mestan liluta landsins og alls staðar að heita má utan hins svonefnda móbergsbeltis, sem liggur frá Suður- og Suðvesturlandi til austanverðs Norðurlands, en einnig víða innan þessa beltis. Þar sígur rigningar- og leysingarvatnið torveldlega niður í sjálfan berg- grunninn. Langmestur liluti þess rennur burt ofanjarðar eða seytlar eftir hinum efstu tiltölulega þunnu lausu jarðlögum (urð, skriðu, möl, sandi, mold eða torfi), unz það kemur Iram aftur í næstu upp- sprettu. A þessum slóðum er grunnt á jarðvatninu. Jarðvatnsflötur- inn sveigist bratt upp á við undir hæðunum, og jalnvel á fjöllum getur verið grunnt að grafa til vatns. Hver lægð í berggrunninn stendur ftdl af vatni, svo að út úr flóir a. m. k. öðru hvoru, en á flatlendi myndast mýrar. Þetta mætti kalla vol svœði til aðgreiningar frá þurru svæðunum, sem fyrr var lýst. Á votu svæðunum er víða krökkt af litlum uppsprettum og litlum lækjum. Megnið af upp- sprettuvatninu kemur grunnt úr jörðu. Þar hefur það dvalið til- úilulega skamma hríð og er mismikið eftir tirkomu undanfarinna niánaða, vikna eða jafnvel daga. Sumar lindirnar þorna upp í þrá- látum þurrkum. Árstíðasveiflur lofthitans ná til þessa jarðvatns: Uppspretturnar verða verða heitari á sumrin en veturna. Og hita- stig lækjarsytranna, sem renna frá þessum uppsprettum, lagar sig eltir lofthitanum frá einni dagstund til annarrar. Ár, sent koma upp á slíkum svæðum hafa oft engin glöggt afmörkuð upptök, heldur verða til smám saman úr litlum lækjum. Svæðið, þar sem slík á myndast, er oft kallað drög árinnar (t. d. Laxárdrög, Dalsárdrög o. s. frv.). Því hefi ég nefnt Jressi vatnsföll dragár. Allur þorri íslenzkra áa er þeirra tegundar. Til dæmis skulu aðeins nefndar Stóra-Laxá íHreppum, Oxará í Þingvallasveit, Norðurá í Borgarfirði og Svartá, sem rennur í Blöndu. Ekki er því að neita, að lindir með stöðugu hitastigi (kaldavermsli) eru einnig víða til á votu svæðunum. En Jrær eru hvergi nándar nærri eins stórar og víða á þurru svæðunum og mynda varla nokkurs staðar svo stórt vatnsfall, að heitið geti á. Slíkar seytlur með kakla- vermsli geta t. d. myndazt Jrar á votu svæðunum, sem laus og gljúp jarðlög eru venju fremur Jjykk ofan á berggrunninum. En þær geta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.