Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121 SvartA í Húnavatnssýslu. Niðurgrafin dragá með linullungaeyrum, flúðum og liyljum. (Ljósm.: Finnur Guðmundsson). einnig komið úr vatnsæðum, sem liggja um hann sjálfan. Veðurlag hefur að sjálfsögðu engin áhrif á vatnið í þessum æðum, og verður það því alla jafna kaldavermsl. En svo getur einnig farið, að það hitni af hinum innra hita jarðarinnar og upp komi laug eða hver. Lindir þessar eru samt, eins og þegar er sagt, svo smáar, að þær ráða yfirleitt mjög litlu um eðli stórra vatnsfalla. Athugum nú einkenni dragáa. I rigningum og leysingum vaxa þær snögglega, því að þá rennur vatn til þeirra ofanjarðar og hratt. Vatnsmagnið margfaldast iðulega í vatnavöxtum. En þegar upp stytt- ir eða frost tekur við af hláku, hripar óðar úr þeim aftur. Hitastig vatnsins fer eftir lofthita og sólskini og er mjög breytilegt. Þessar ár leggur fljótt í frostum, bólgna jtó venjtdega fyrst upp af grunnstingli. Er Jiær vaxa í hlákum á veturna og flæða yfir íshelluna, springur hún upp og árnar ryðja af sér ísnuin með ógurlegum aðgangi. Drag- ár grafa sig ört niður og renna víðast í gljúfrum jtar, sem brattlent er. Gröfturinn fer eflaust að langmestu Ieyti fram í vatnavöxtum. Þá þyrlast eða velta kynstur af möl og grjóti eftir botnklöppinni og slíta henni. Grjótið, sem jtannig berst fram, verður að hnullungum og lábarinni möl. Þótt jressi efni berist smám saman ofan eftir ánni, ganga jrau aldrei til þurrðar. Þau endurnýjast í sífellu við veðrun

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.