Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 12
NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN ) '2 last bergs á vatnasviði árinnar eða hrun úr gljúfraveggjum. Grunn- stingull hjálpar einnig til við gröftinn. Hann slítur upp möl «g sand úr botninum og fleytir fram ána. Þá er ísruðningur í hlákum ekki sízt stórvirkur. Fl jótandi jakar geta ýtt eða velt stórgrýti og rist gras- svörð af bökkum. ísskriðið hlýtur að vinna fremur að Jrví að víkka farveginn en dýpka, enda renna dragár að jafnaði dreift, liðast víða um grjót- eða malareyrar, Jrar sem engum gróðri er vært fyrir jaka- burði og umróti í vatnavöxtum. Því nær hver steinn í eyrunum er lábarinn. Þegar aðeins er venjulegt vatn í ánum, er ntegnið af eyr- unum Jmrrt og árnar fylla ekki nándar nærri út í farveg sinn. A mörgum dragám eru vandfundin góð brúarstæði, en Jrær eru tiltölu- lega grunnar á viiðum. Til dragavatnsfalla ldjóta einnig að teljast lækir ]>eir, sem koma upp í gróðursælum mýrum. Þeir eru frábrugðnir öðrum bergvatns- Iækjum að því ieyti, að vatnið í þeim er skolleitt, ekki ósvipað jökul- vatni að lit, en klappir og steinar í botni þeirra og eyrum er allt litað rautt (rauðgult eða rauðbrúnt). Gruggið í vatninu mun að nrestu vera dauð, lífræn efni, en rauði liturinn stafar af járnhýdrox- ýðum, sem setjast eins og skán á lækjarbotninn. Hvoru tveggja vakla sérstakir kemískir eiginleikar mýrarjarðvegsins, og skal ekki larið lengra út í Jrá sálma. Ekki er mér kunnugt um nein stór vatnsföll af þessu tagi hér á landi, en inýralœkir eru afar algengir. Tiltöhdega stórir mýralækir eru t. d. Hróarsholtslækur í Flóa, Rauðalækur í Holtum og Rauðá, sem fossar ofan af heiðarbrúninni hjá Systra- stapa á Síðu. Munurinn á lindám og dragám kemur berlega í Ijós þar, sem báðar Jressar ártegundir renna hlið við hlið, t. d. í Laugardal, Árn. Þar kpxna ujiji tvær lindár, sem nefnast Ljósárnar, allhátt ujijri í hlíð Miðdalsfjalls. Hvor þeirra sjrrettur ujrjr að kalla í einu lagi úr stórri lind. Þarna hafa þær verið að allt frá ísaldarlokum og ekki gert betur en skola lausum jökulruðningi af klöpjrunum, sem þær belja ofan eftir. Þær liafa ekkert grafið sig niður og blasa Jrví við langar leiðir að eins og glitrandi hvítir strengir í dökkgrænni, skógi vaxinni ldíðinni. En beggja vegna í sömu fjallshlíð eru djúp svört gil, grafin í fast berg af smáám og lækjum, sem öll eiga sér drög hærra í fjallinu, en eru sum hver miklu vatnsminni en Ljósárnar. Graftar- afköst Jressara ártegunda koma ekki síður greinilega í Ijós, ef vér berum saman dragána Bleiksá í Bleiksárgljúfri innarlega í Fljóts- hlíð og hinar vatnsmiklu lindir, sem víða annars staðar fossa ofan Hlíðina og eru ekkert niðurgrafnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.