Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
Múlakvösl. Auravatn i vexti. (Ljósin.: Guðm. Kj.).
frá annarri og verður ekki um þær villzt. En er neðar kemur með
löngurn ám, dregur úr einkennunum, og þá einkum, er vötn ólíkrar
tegundar koma sarnan. Úr þeim verða blandaðar dr. Flestar stórár
hér á landi eru orðnar mjög blandaðar, er þær renna til sjávar. Svo
er t. d. um Þjórsá, vatnsmestu og lengstu á landsins, Hvítá í Árnes-
sýslu, Hvítá í Borgarfirði og Blöndu.
Að síðustu skulu taldar nokkrar hinna kunnustu áa á Suðurlandi,
austan frá Öræfum út í Ölfus, og flokkaðar samkvæmt því, sem hér
segir að framan.
Skeiðará og Núpsvötn á Skeiðarársandi. Jökulár (óverulega bland-
aðar dragavatni), auravötn frá upptökum til ósa.
Djúpá. Jökulá (lítið blönduð dragavatni).
Laxá og Brúará, dragár.
Brunná. Að mestu lindá, blönduð jökulvatni.
Hverfisjljót. Jökulá (lítið blönduð, sennilega helzt lindavatni).
Geirlandsá og all'ar aðrar ár, sem renna niður í byggð á Síðu, eru
dragár, sumar nrýralækir.
%