Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 16
126 NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN Skaftd. Jökulá, neðan til blönduð ýraiss konar bergvatni. (Farvegir Hverfisfljóts og Skaftár eru mjög afbrigðilegir, vegna þess að hraun rann ofan eftir þeim í Skaftáreldum árið 1783.) Grenslœkur í Landbroti. Lindá. Eldvatn á Meðallandi. Lindá, með jökullit á sumrin. Tungufijót. Dragá. Hólmsá. Jökulá (eittiivað blönduð ýmiss konar bergvatni). Kúðafljót. Verður til úr tveimur síðastnefndum ám og kvíslum úr Skaftá, er því mjög blandað. Auravatn. Múlakvísl. fökulá, auravatn. Kerlingardalsá, Hafursá og Klifandi. Jökulár, blandaðar draga- vatni, allar auravötn neðan til. Jökulsá (Fúliltekur). Jökulá (mjög lítið blönduð). Skógá. Dragá. Markarfljót. Jökulá, lítið eitt blönduð ýmiss konar bergvatni, auravatn fyrir neðan Þórsmörk. Eystri-Rangá. Að mestu lindá, lítið eitt blönduð dragavatni og með jöknllit á sumrin. Ytri-Rangá. Lindá (má heita óblönduð allt til ósa). Rauðalcekur í Holtum. Dragá með mýravatni. Þjórsá. Jökulá, allmikið blönduð. Stóra-Laxá og allar aðrar ár í Hreppum eru dragár. Hvítá. Jökulá, mjiig útþynnt neðan til, einkum neðsti spölurinn, sem nefnist Ölfusá. Tungufljót. Lindá að mestu, en með jökullit. Brúará. Lindá, lítið eitt blönduð neðan til (m. a. af mýralækjum). Sogið. Lindá, afbrigðileg, því að hún kemur úr stöðuvatni. Bakká (Bakkarholtsá) og Gljúfurá (Gljúfurholtsá) í Ölfusi. Dragár. Varmá. Blönduð bergvatnsá (fremur dragá bjá Hveragerði), af- brigðileg vegna mikils hveravatns, sem í hana rennur. , Hafnarfirði, 15. mai 1945. Guðmu n dur Kjartansson. 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.