Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 22
132
NÁTTÚRUFRÆfllNGURINN
flug þeirra. Ennfremur fann hann, að þeim er kleift í mismunandi
mæli, að smjúga í gegnum efni, og fer það eftir þéttleika þeirra;
langsamlega auðveldast smjúga þeir í gegnum loft, en þar næst vatn,
pappír, trjávið, gúmmí o. s. frv., en lang sízt í gegntim málma og
verst í gegnUm þá þyngstu, svo sem blý, gull o. fl. Sannprófaði Rönt-
gen þetta með gliturspjaldi, en einnig með því að láta geislana verka
á ljósmyndaplötur og framkalla svertingu á þeim og er sú aðferð
nákvæmari. Geislarnir fara eltir beinum brautum og verða ekki fyrir
neinum stefnubreytingum við það að ganga í gegnum strendinga
(prismu) úr ýmsum efnum, á sama hátt og venjulegir ljósgeislar
verða fyrir Ijósbroti, og eru því engar linsur til fyrir röntgengeisla.
I>á verða röntgengeislarnir ekki l’yrir neinu endurkasti, en hins-
vegar koma þeir af stað nýrri geislun í þeim efnum, sem þeir ganga
í gegnum á svipaðan hátt og þegar vanalegt ljós fellur í gegríúm
gruggug efni (ryk í lofti). Röntgen áleit að geislar hans væru sama
eðlis og ljósið, þ. e. bylgjuhreyfing, en honum tétkst ekki að ákvarða
bylgjulengd þeirra með mælingum, en ályktaði, að bylgjulengdin
hlyti að vera mjög lítill og miklu minni en bylgjulengd venjulegs
Ijóss. Að vísu kom honum einnig til hugar að geislarnir gætu verið
mjög hraðfleygar smáagnir, en honum tókst ekki að sýna fram á nein
áhrif segulsviða eða rafsviða á brautir röntgengeislanna, en þau
áhrif var mjög auðvelt að sýna ef um katóðu-geisla eða aðrar raf-
magnaðar agnir var að ræða, og taldi hann því sennilegra að geisl-
arnir væru mjög skyldir vanalegum Ijósgeislum, og reyndist sú hug-
mynd hans rétt, eins og síðar mun vikið að.
Uppgötvun Röntgens vakti þegar feikna mikla athygli. Var þegar
auðsætt, að hún hefði stórfellda vísindalega þýðingu og eins hitt,
að hún myndi geta orðið til mikils gagns á sviði læknisfræðinnar.
Víðs vegar um heim fóru menn að endurtaka tilraunir Röntgens
og leituðust við að ná sem fullkomnustum röntgenmyndum. Sjálfur
hafði hann birt nokkrar myndir, sem hann hafði tekið, og er þar á
meðal 2. ntynd, sent hann tók af hönd konu sinnar þann 22. des-
ember 1895. Annars gerði almenningur sér skringilegar hugmyndir
um geisla þessa og myndir þær, sem með þeim mætti taka, og kentui
það glöggt í ljós á 3. mynd, sem er tekin úr samtíma skoptímariti.
A ]n'í eru ýmis vandkvæði, að ná góðum röntgenmyndum, og má
jiar nefna, að vegna þess, hve ljósbrot þeirra er lítið, eru engar lins-
ur til fyrir röntgengeisla, og verða því myndirnar, sem með þeim
fást, skuggamyndir, og þeim ntun skýrari, sem brennibletturinn,
þ. e. upphafsstaður röntgengeislanna er minni.