Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 26
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN hans bera einkenni hins þroskaða vísindamanns, nákvæmni í fram- kvæmd, óbrigðulan áreiðanleika, skýra dómgreind og rökrétta á- lyktun. Eina takmark hans var að vera vísindamaður og leita sann- leikans af óstöðvandi þekkingar- og rannsóknarþrá. Með lífi sínu og starfi var Wilhelm Conrad Röntgen fyrirmynd og fordæmi, sem eðlisfræðingar síðari tíma mega vera stoltir af að eiga. Theodór Gunnlaugsson: Um lifnaSarhætti íslenzka fjallarefsins (Niðurlag frá 1. he-fti). Hvolpurinn frá vorinu hefir aftur aðeins þeffæri sín og eðlisávís- un að styðjast við í þeirri eftirleit. Þá er annað, sem sagan á að sýna. Hún á að sýna hvernig tófur læðast að fuglum. Oft hefi ég lurðað mig á því hve fuglar eru yfir- leitt gæfir við tófur. — Ég hefi ótal sinnum horft á ýmsar fuglateg- undir t. d. lóur, spóa og rjúpur og þá sérstaklega karrana sitja á þúf- um svo að segja rétt í vegi fyrir tófunni og liafa þær oftast nær farið snuðrandi lram hjá án Jress að líta við þeim. Ástæðan mun vera sú. að tófurnar vita, að Jrað er gagnslaust fyrir þær að stökkva á fugla, sem eru viðbúnir árásinni. Þeir verða alltaf skjótari til varnar. Það vita fuglarnir líka og Jress vegna eru Jieir rólegir. Þegar ég var strákur heyrði ég gamla refaskyttu lýsa því, hvernig tófur næðu rjúpum á veturna. Hún sagði að bezt Jrætti tófunni að læðast að þeim í renningi. Fyrst yrðu þær varar við hvar rjúpan kúrði sig eða lægi í bæli sínu. Þá færu þær veðurmegin að henni og nálguðust hana svo skríðandi og krafsandi, þannig, að golan tæki snjóinn er losnaði og feykti honum beint á rjúpuna og við það ykist renningskófið. Því meira sem tófan nálgaðist rjúpuna, jiví meiri renningur og því betur kúrði rjúpan sig aftur á móti niður og lokaði augunum. Svo vissi hún ekki fyrri til en tófan væri búin að hremma hana. Þetta þótti mér að mörgu leyti merkileg saga, og þó vel skiljanleg, þótt hún standist ekki að öllu leyti dóm reynslunnar. Það er alveg rétt, að ekkert veður er hentugra fyrir tófur á rjúpnaveiðum en hríð ásamt renningi, hvort sem er bjart af degi eða koldimm nótt. Þá liggja rjúpurnar oft að mestu eða öllu leyti huldar í snjó í skjóli og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.