Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 137 þá oft í skógarkjarri, sem er þeim ágæt vörn og láta þær þá oft fenna yfir sig. En þá er verst fyrir þær að varast liinn slynga óvin, tófuna, sem að henni læðist, en þó aldrei nema á móti golunni. í sambandi við fuglaveiðar tófunnar hefir mér þótt eitt sérstak- lega merkilegt. — Ég hefi oft séð á slúðum, bæði haust og vetur, hvar tófur liafa náð rjúpum, en aldrei hafa þær etið svo mikið sem haus- inn af þeim. í þess stað hafa þær æfinlega borið þær lengri eða skemmri leið og grafið þær á hinum ólíklegustu stöðum. Svo hefi ég nokkrum sinnum rekið mig á, að þær hafa vitjað um rjúpurnar næstu nótt, flutt þær úr stað og grafið þær aftur ósnertar. Hversu lengi þetta getur gengið veit ég ekki. En þetta sýnir ljóst hversu ríkt jæim er í eðli að geyma sér forða þar til sverfur að og svo einnig hitt, að þær gruna vafalaust félaga sína um græsku, því að þar munu þjófarnir ekki sleppa góðum tækifærum frekar en í mannheimi. Það, sem sagan ennfremur sýnir, eru hin alkunnu brögð tófunnar að villa á sér heimildir, J3. e. snúa á andstæðing sinn, og mun af því vera komið orðið ,,bragðarefur“, sem allar refaskyttur liafa átt erfið- ast með að sigra í viðureign við tófurnar. Þar sem læðan fór að lok- um út úr öllu slóðasparkinu til að grafa rjúpuna og gekk svo ná- kvæmlega ofan í sporin sín til baka, var aðeins gert í einum tilgangi. Hann var sá, að kæmi þarna önnur tófa og hlypi í slóðina eins og þær gera oft, — sérstaklega á útmánuðum, jjá hefði hún hlaupið eft- ir henni eins og hún lá, j). e. frá rjúpunni. Það keniur t. d. ekki fyrir að refir, setn hlaupa í nýja læðuslóð og ætla að veita læðunni eftir- för, reki slóðina öfugt. í þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að minnast á merkilega sögu, er sýnir enn betur hvað refir geta verið stórhyggnir og var- færnir í senn á hvaða mælikvarða, sem vera skal. Söguna hafa sagL mér tvær refaskyttur úr Þistilfirði, þeir Kristdór Gamalíelsson og Guðjón Einarsson, bændur á Sævarlandi í sömu sveit, en Jreir voru saman á grenjum um tuttugu ár, en sá fyrrnefndi var alls um ‘50 ár grenjuskytta. Fer hér á eftir aðalkjarni sögunnar. Vorið 1939 hittu J>eir félagar hvítan ref, sem var á heimleið á svo- kallað Syðstagreni, sem er á Álandstungu í Búrfellsheiði, og bar hann í kjaftinum eitthvað, sem virtist vera fyrirferðarmikið. Þegar refurinn átti eftir um 2—300 m. heim að greninu, breytti hann skyndilega um stefnu, eins og hann fengi vitneskju um hættu, og var hann Jró ekki í vindlínu af því. Stóð nú svo á fyrir Jreim félögum, að þeir voru staddir lijá stórum steini skammt frá greninu, og þaðan sáuþeir mjög vel heirri á það og jafnframt, að gamlir yrðlingar voru

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.