Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 28
13R NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að leika sér úti. Þegar refurinn breytti stefnunni, vildi svo til, að liann beygði eftir dokk, sem lá skannnt frá þeim félögum. Komust þeir þar í veg fyrir hann og skutu hann. Það, senr refurinn bar, reyndist stór ullarlagður. Var hann vafinn utan um fremur lítinn silung og fjóra eða finnn mófuglaunga. Þegar þeir félagar, Kristdór og Guðjón, komu heim á grenið, sem virtist snantt af áburði, fóru þeir að athuga það, því að það var í urð- arbrún, og lausleg mold víða. Hugðu þeir, að verið gæti, að þeir næðu yrðlingunum með hægu móti. Fóru þeir því að róta til mold- inni á milli steinanna og rákust þá fljótt á stóra ullarlagða, sem troðnir voru niður í holur og vandlega breitt yfir þá með mold. Hvar sem þeir félaga grófn niðnr milli steinanna, hittu þeir meira og minna af þessari ull. Þeir sannfærðust því betur og betur um, að refurinn myndi langt oftast hafa borið feng sinn heim á grenið í ull- arlögðum. Þeir félagar fullyrtu, að öl 1 þessi ull hefði verið hagalagð- ar, en ekki af dauðýfli frá því um haustið eða veturinn. í urðinni fundu þeir ennfremur heilt og ódalað álftaregg, ásarnt lambsfótum. Þessi fjallarefur hefir því fundið upp á því að nota hagalagða fyr- ir matarskrínu og falið þá jafnframt svo vandlega, að engar líkur voru til þess, að þeir kæniu upp um bústað hans. Hið fyrrnefnda má teljast einstök hagfræði hjá refum, en hið síð- arnefnda virðist þeim nú orðið furðu sameiginlegt í vörn sinni við manninn. Það er stór rnunur á því hér nú eða fyrir 25—30 árum, hve refa- hjónin, og þá sérstaklega læðan, sýna mikla fyrirhyggju, hirðusemi og nákvæmni í því að láta ekki sjást svo mikið sem fjaðrir í eða um- hverfis grenismunnann, þar sem hún á yrðlinga sína, til þess að dylj- ast sem lengst fyrir manninum, eða meðan hún getur við það ráðið fyrir yrðlingunum. Skeð getur einnig, að hér í sýslu beri máske meira á þessu í vörn þeirra, vegna þess, að yfir 20 ár befir verið mikið skotið af refunt hér á veturna, og þá venjulega raktar slóðirnar eftir þá. Hefir þeim lílta stórfækkað. Tvennt er það, sem ég hefi þá orðið var við. og er hliðstætt í vörn tófunnar. Annað er það, að þær hreyfa sig oft undra lítið fyrstu nótt og nætur eftir að mikill lognsnjór hefir fallið. Hitt, að tófur, og þá alveg sérstaklega læður, hafa bókstaflega stiklað á steinum með furðulegustu nákvæmni og léttleika eftir melum og háfjöllum og breytt þá allt í einu stefnu, í þeim eina tilgangi, að villa fyrir hinum hataða óvini, er á eftir leitar. í þessu sambandi er líka nauðsynlegt að hafa í huga, að t. d. tófa,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.