Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 29
N ÁTTÚ RU FRÆÐIN GURIN N 139 sem verður fyrir skoti og særist, en kemst undan, annað hvort úti á víðavangi, og sér Jjá undir flestum kringumstæðum manninn á eftir sér, eða hún kernur út úr greni sínu að vetrarlagi, með grun um, að eitthvað sé óhreint í nágrenninu og verður Jiá fyrir kveðju byssunn- ar, og ef til vill sér manninn einnig, þá mun sú tófa áreiðanlega, el’ hún lilir eftir skotsárið, muna slíka kveðju alla æfi og verður J)ví (reim mun erfiðari viðureignar fyrir manninn, þegar hún hittir hann næst. Slíkur ótti mun einnig megna að skapa vaxandi varúð hjá afkvæmi liennar. Út frá þessu finnst mér viðeigandi að minnast á eina aðferð, sem mjög oft hefir verið notuð til að eyða refum og einnig mjög mikið er um deilt. Er lnin sú, að eitra fyrir þá. Ég ætla ekki að fara mörg- um orðum um þá aðferð hér, því að til Jiess þyrfti langt mál, ef vel væri. En Jrað þori ég að fullyrða, að með árlegri eitrun fyrir refi um lengri tírna, væri beint stefnt að Jdví, að hreinrækta Jrá allra slyng- ustu, og þá jafnframt, hættulegustu einstaklingana í stofninum. Myndu þeir Jrá áreiðanlega komast fljótt upp á að gjalda mannin- um rauðan belg fyrir gráan. Reynslan er ólýgnust, og hún hefir þegar víða sýnt, að Jrar sem rækilegast liefir verið eitrað árlega fyrir refi, Jrar hafa einnig oftast komið fram hinir skæðustu dýrbítar, sem forðast að leggja sér til munns neitt annað en það, sem Jreir eru vissir um að sé ósaknæmt. Onnur sagan á að sýna, hve fullorðnir og reyndir fjallarefir leita stundum langt frá byggð að öruggum hvíldarstað yfir daginn og sneiða jafnframt hjá öllinn þekktum grenjum, en velja sér í Jiess stað greni, sem enginn maður hafði áður ])ekkt, í öllu falli um tugi ára skeið. Vafalítið hafði Jæssi refur komizt í kast við hinn slungna tví- fætta óvin, manninn, og sennilega mist í þeirri viðureign oftar en einu sinni bæði konu og börn. En sjálfur hafði hann alltaf beitt Jreim brögðum, er dugðu. Fáir hefðu trúað, að á Jjessum öræfagaddi og svo seint á vetri væri nokkra lífsbjörg að finna, og sízt af öllu egg. Stóra lykkjan, sem hann lagði á leið sína fyrir eitt uppétið og úldið rjúpuræksni sannar það, að þó að eggin væru aðal eldsneyti fyrir líkama hans, Jrá var maginn ekki að sarna skapi ánægður með Jrað, því ekki er vitað, hvað hann hefir fengið undanfarna daga, og óvíst um þá næstu. Þessvegna sótti refurinn svo fast eftir þessari magafylli, þótt næringasnauð væri, einnig ullarlögðunum er hann hafði verið að róta til hjá gjáveggn- um. Þetta er alveg í samræði við það, er hinn frægi norðurfari Vil- hjálmur Stefánsson, segir um lýsið og skinnrenglurnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.