Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 þetta langar leiðir, og sanna það bezt slóðirnar, er sýna, að þær snöggbeygja stundum nróti golunni og fará þá beint í vindlínuna, oft langan veg á blettina, þar sem þær grafa niður á þctta. Að síðustu á þessi saga að sýna, hve tófur eru ráðríkar, ei' þær finna eitthvað ætilegt. Út á við gildir aðeins eitt lögmál. l>að er hnefarétturinn. Sé tófa við æti, t. d. kindarræfil, og önnur tófa nálg- ast, býst sú, er fyrir er, strax til varnar, og sýriir hún þá sömu ein- kenni og refurinn yfir holunni eftir að liafa étið eggið. Leiti tófan, sem að kom, fast á, byrjar strax rifrildi, þar sem báðir aðilar gera það, sem þeir geta, og verður sá, sem ber lægrá hlut, að víkja og bíða betri tíma. Sé um kærustupör að ræða, lætur oftast refurinn konu- eiiiið eta fylli sína fyrst, og þá jafnframt það bezta. Þó hefi ég aldrei séð tvær tófur hjálpast að við veiðar, hvOrki að ftá fuglum eða bíta kind. Fjórða sagan, um refinn, sem át átta egg á einni nóttu, sannar að- eins það, hve fullorðnir refir hafa oft stórum betri aðstöðu í lífsbar- áttunni, þar sem þeir eru kunnugir og þar, sem þeir hafa hal’t vorið til að safna meiri og minni forða til næsta vetrar af þeirri beztu fæðu sem landið gefur af' sér, og þeirri einu, sem gétur geymst næstum ár- ið, án þess að tapa mjög miklu af riæringu sinni. Fimmta og síðasta sagari sýnir, hve harla léleg fæða það er, sem tófur bera oft heim til yrðlinga sinna, þótt það sé á hinum mesta bú- sældartíma. Þó fer þetta aðallega eftir því, hve umhverfið, sem þær fara um til fanga, er auðugt eða snautt af dýralífi, og einnig líka, hve slungin veiðidýr þær eru. Það mesta, sem ég hefi séð eina læðu koma með í gininu heim til yrðlinga sinria af ungum, bæði möðkuðum, nýlega dauðum og nýdrepnum, voru: 4 rjúpuungar um viku gamlir, 3 lóuungar á svipuðum aldri, tveir stórir skógarþrastaungar, 2 urt- andarungar nokkra daga gamlir, 2 þúfutittlingsungar hálfvaxnir, og einn hrossagauksungi, nýkominn úr eggi, eða alls 14 ungar. Þessa unga bar læðan alla í kjaftinum, þannig, að uppi í sér hafði hún það, sem þar komst fyrir, og svo beit hún einhvers staðar utan um hina, er út úr henni löfðu. Mig furðaði mest á því, hvernig hún hefði far- ið að taka jiá síðustu. Mun Jiað liafa tekið hana talsverðan tíma, jiví að þegar hún tók upp ungann mun hún máske hafa misst niður tvo eða þrjá, en ekki þarf að efast um, að hún hefir ekki hætt, fyrr en all- ir tolldu uppi í henni. Það, sem jiessi saga aðallega á að sýna, er jrað, hve sterk sú eðlis- hvöt er hjá tófunni, að safna og geyma forða, og hve stórfurðuleg hyggindi hún sýnir í joví sem mörgu öðru. Refurinn, sem sagt er frá,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.