Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN H2 gróf eitt og eitt egg, með minnst 20—30 m. millibili, og báðum meg- in á börmum grjótskurðarins. Á svipaðan hátt iara allar tófur að. Munu aðallega liggja til þess þrjár ástæður. í fyrsta lagi grafa þær eggin þar, sem þau fara sízt undir gadd og er ein sönnun þess, að aldrei hefi ég séð tófu grafa niður á egg í djúpum dokkum, lægðum eða á milli þúfna á lágum móum. í öðru lagi grafa þær aldrei nerna eitt og eitt egg í stað, því að þá eru eins mörgum sinnum minni lík- ur til að öllum eggjunum verði stolið, eins og staðirnir, sem þær grafa eggin niður á, eru margir, og í þriðja lagi eru það líka miklu meiri líkur fyrir því, að liægt sé að grafa niður á eitthvað af eggjum, þrátt fyrir mikla snjóþykkt. Þetta stingur því alveg í stúf við þá heimsskautarefi er safna talsverðum vetrarforða á einn stað eins og sumir heimsskautafarar hafa skýrt frá og vil ég ekki bera brigður á sannleiksgildi þeirra sagna. Hitt er aftur víst, að þeir refir, sem þar eru að verki, eru langtum styttra komnir í „menningunni“ eða varn- arbaráttu sinni en frændi þeirra, íslenzki fjallarefurinn. Margt bendir til þess, að refir grafi niður flest þau egg úr hreiðr- um, sem þeir finna á víðavangi, ef þeim er það á annað borð mögu- legt fyrir vörn eggjamóðurinnar. Ég hefi nokkrum sinnum séð refi linna hreiður og æfinlega hafa þeir tekið eggin eitt og eitt, borið þau burtu og grafið þau stundum í 50—100 m. fjarlægð frá hreiðr- inu. Það hefir viljað til að þeir hafa einnig náð eggjamóðurinni, sérstaklega þó rjúpum. IV. Þeirn spurningum, er ég hafði allega í huga í upphafi þessarar greinar mun ég nú leitast við að svara. Það er lítill vafi á því, að það eina, sem refir geta geymt sér til lengri tíma, án þess að það tapi að einhverju leyti næringargildi, eru eggin, þau geymast áreiðanlega furðu vel frá vori til vors undir yfir- borði jarðar aðeins hulin af mold og lyngi eins og refir ganga frá þeim. Hvað refir finna mikið af eggjum á vorin fer náttúrlega alveg eftir því hve mikið fuglalíf er á því svæði, sem þeir ganga um. En það fer oftast saman, að þar sem gróðurinn er að koma, halda sig kindur talsvert og fellur þá þeirra vegna oft eitthvað til handa ref- unum og þar er þá lika venjulega eitthvað af fuglum. Liggi snjó- breiða víðast yfir heiðum og óbyggðum langt fram eftir vori, er þar engin lífsbjörg fyrir kindur eða fugla og þá einnig lítil fyrir refi, þess vegna leita refirnir sérstaklega á hinum fyrrnefndu stöðum á vorin, þótt þeir séu 10—15 og jafnvel 20 km. frá þeim stað, er þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.