Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 eiga yrðlinga sína, því að farartæki þeirra, fæturnir, eru svo hrað- skreiðir, að þeir komast með venjulegum hraða, þ. e. á hægu val- hoppi minnst 10 km. vegalengd á klukkustund, ef jieir halda jafnt áfram. Það, sem refir finna af eggjum á vorin er áreiðanlega miklu meira en flestir gætu trúað, og þegar þar við bætist, að þeir leggja |)au að mestu í hinn dýrmæta varasjóð, sem geyma á til vetrarins, þá verður það skiljanlegt, hvernig þeir fara að lifa og hvað þeir eru að ráfa upp um reginöræfi þessa lands, eða þá öllu heldur á milli hinna un- aðslegu staða í óbyggðum. Allir, sem náin kynni hafa haft af refaveiðum hér á landi, munu sammála um jiað, að því fleiri brögðum ,sem hann er beittur, því lleiri varnaraðferðir koma brátt í ljós hjá honum. Það, sem fyrst og fremst veldur Jæssu, er hið ríka eðli hans að beita brögðum sjálfur. Ifonum verður jn'í fyrst fyrir, er hann lendir í háska af óaðgætni, að athuga það næst mjög nákvæmlega, og er þá oft óskiljanlega þolin- móður til Joess eins að vara sig á Jrví í annað sinn jafnframt því, sem hann brýtur heilann um að geta snúið á Jiað. Þetta kemur máske gleggst í Jjós hjá ungum yrðlingum í sama greni. Sumir virðast auðteknir, en aðrir geta varið sig af hreinustu snilld. Það, sem aðallega veldur þessu, er hinn mikli munur á þeirn næmleika, er jafnvel systkini hafa lengið í arf frá föður eða móður. Kemur þetta oftast betur í Ijós þegar yrðlingar eru aldir Jjar til þeir hafa náð fullum þroska, þótt mildari skapgerð virðist þeir oftast fá í bili við að taka fæðuna frá hendi mannsins. Hér virðist því sannast eins og oftast að Jjað, sem hver einstaklingur fær í vöggugjörf verður^ hið ráðandi afl á fullorðinsárunum. Tæplega verður um það deilt, að tvær eru meginástæður fyrir því að enn heldur refurinn hér velli eftir þúsund ára baráttu við mann- inn. Önnur ástæðan eru hinar víðáttumiklu óbyggðir Jjessa lands, hin eru vopnin, sem hann helir sjálfur komizt upp á að beita í vörn sinni. Þau eru mörg og verða ekki talin hér, en eitt er þó honum dýrmætara en öll önnur. Það er hinn brennnandi innri ótti, sem alltaf er viðbúinn, þegar hin næmu skynfæri hans fá grun um nær- veru mannsins. Af þeim munu þeffærin lang þroskuðust. — Með storminum eða hinum milda blæ berast oft boðin til refanna um hættuna eða hina þráðu lífsbjörg. Heyrnin er líka oft afburðanæm, sérstaklega Jjegar refurinn liggur og frosin er jörð. Ættu refirnir sjálfir að dæma um, hvaða forfeður þeirra Jjað eru fyrst og fremst, serri staðið hafa sig bezt í baráttunni við manninn, þá

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.