Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 53 -yO '&s 10. mynd. „Prótónufallbyssan". eru fyrir þessa 8 geisla að liafa einhver frekari áhrif. Einn galli fannst þó Rutherford vera á gjöf Njarðar, og var hann ekki fyllilega ánægð- ur með árangur sinn. Honum hafði aðeins tekizt að vinna á atóm- unum með skeytum þeirra sjálfra, og fannst honum sigur sinn ekki vera nema hálfur, þar sem hann hafði sigrað þær með þeirra eigin vopnum. Brátt spennti Rutherford bogann hærra og liugðist sundra atómunum með skeytum, sem hann hafði búið sér til sjálfur. Fyrir ]rví fékk hann komið því til leiðar árið 1930, að reist yrði háspennu- stöð í Cavendisir-rannsóknastofnuninni, með allt að einnar milljón volta spennu, en það þótti ekkert smáræði í þá daga. Hugðist hann nota hana til þess að gera prótónur mjög hraðfleygar og nota þær síðan sem skeyti á kjarna ýmissa efna. „Prótónufallbyssan“, en svo hefir tilraunaútbúnaður þessi verið kallaður, er sýnd á 10. rnynd. Frá glóðarvírnum losna elektrónur og komast þær á nrikla ferð vegna spennunnar á milli A og vírsins, því að A heíir viðlæga spennu, en elektrónan frádræga hleðslu, og dregst því að A. Flugorku elektrónunnar nrá lýsa með því, að tilgreina, hve lráa spennu hún lrefir flogið í gegnunr, og er þá talað unr orku hennar í elektrónuvoltunr og lrún táknuð með stöfunum eV, t. d. lrefir elektróna, sem farið hefir á milli staða með 6000 volta spennu misnrun, orkuna 6000 eV. Á svæðinu á milli málmplatnanna A og C er haft vetni við mjög lágan þrýsting. Þegar elektrónurnar rekast á vetnissameindirnar, þá rofna þær og verða að einstökum atómum, senr svo rnissa brautar- elektrónuna og verða að prótónum með einni viðlægri lrleðslu, þ. e. vetniskjörnum. Nú er háspenna á rnilli A og C, og verkar lrún hraða- aukandi á prótónurnar, og það því rneir, sem hásjrennan er hærri. Að endingu falla prótónurnar út ummálmþynnugluggannG.semerfyrir botni hylkisins og standa senr grannur geisli út um hann. Síðan er „byssunni“ miðað á heppilegan skotspón og verkanir skothríðar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.